Lygamörður Sigurgeir Pálsson skrifar 18. júlí 2024 11:00 Lyga-Mörður var orðið sem kom í huga minn eftir að hafa hlustað á Guðna Ágústsson í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar 15. júlí síðastliðinn. Mörður Valgarðsson kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um munn fara. Síðar varð lygamörður samheiti um þann sem lýgur miklu og er undirförull. (Heimild Árnastofnun). Viðtalið barst að tilboði KS í allt hlutafé í Kjarnafæði Norðlenska og eignahlut Þórarins Inga alþingismanns i Búsæld. En Búsæld er einkahlutafélag sem á 43% í Kjarnafæði Norðlenska. Þá sagði Guðni um Þórarin. „Hann hafi orðið að leggja í hlutafé svona 10-20% af afurðaverði í afurðastöðinni sinni til að geyma það svo fyrirtækið gangi.“ Svo mörg voru þau orð. Búsæld er einkahlutafélag og var stofnað 2004 af bændum á Norðurlandi eystra, Austurlandi og víðar til kaupa hlut í Norðlenska ásamt KEA. Síðar keypti Búsæld hlut KEA í Norðlenska og átti þá Norðlenska 100%. Til að eignast afurðastöðina Norðlenska voru tekin lán. Lánin voru borguð með hlutafjárframlagi bænda. Upphaflega voru tekin um 4% af afurðaverði og greitt inn í Búsæld.Svo var það lækkað í 2% og undanfarið hefur þetta verið 1%. Í dag er Búsæld skuldlaust félag. En að það hafi verið 10-20% af afurðaverði í afurðastöð er haugalygi og Guðna til háborinnar skammar að halda slíku bulli fram. Það hefur almennt verið skoðun bænda að æskilegt væri að afurðastöðvar væru í eigu bænda, gjarnan í samvinnufélögum framleiðenda. Kaupfélag Skagfirðinga er ekki framleiðendafélag bænda heldur blandað samvinnufélag þar sem bændur eru líklega aðeins 10-20% af félagsmönnum. Þannig að bændur í Skagafirði eiga ekkert meira í afurðastöðvum þar heldur en aðrir félagsmenn. Höfundur er fyrrverandi bóndi og einn af stofnfélögum Búsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lyga-Mörður var orðið sem kom í huga minn eftir að hafa hlustað á Guðna Ágústsson í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar 15. júlí síðastliðinn. Mörður Valgarðsson kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um munn fara. Síðar varð lygamörður samheiti um þann sem lýgur miklu og er undirförull. (Heimild Árnastofnun). Viðtalið barst að tilboði KS í allt hlutafé í Kjarnafæði Norðlenska og eignahlut Þórarins Inga alþingismanns i Búsæld. En Búsæld er einkahlutafélag sem á 43% í Kjarnafæði Norðlenska. Þá sagði Guðni um Þórarin. „Hann hafi orðið að leggja í hlutafé svona 10-20% af afurðaverði í afurðastöðinni sinni til að geyma það svo fyrirtækið gangi.“ Svo mörg voru þau orð. Búsæld er einkahlutafélag og var stofnað 2004 af bændum á Norðurlandi eystra, Austurlandi og víðar til kaupa hlut í Norðlenska ásamt KEA. Síðar keypti Búsæld hlut KEA í Norðlenska og átti þá Norðlenska 100%. Til að eignast afurðastöðina Norðlenska voru tekin lán. Lánin voru borguð með hlutafjárframlagi bænda. Upphaflega voru tekin um 4% af afurðaverði og greitt inn í Búsæld.Svo var það lækkað í 2% og undanfarið hefur þetta verið 1%. Í dag er Búsæld skuldlaust félag. En að það hafi verið 10-20% af afurðaverði í afurðastöð er haugalygi og Guðna til háborinnar skammar að halda slíku bulli fram. Það hefur almennt verið skoðun bænda að æskilegt væri að afurðastöðvar væru í eigu bænda, gjarnan í samvinnufélögum framleiðenda. Kaupfélag Skagfirðinga er ekki framleiðendafélag bænda heldur blandað samvinnufélag þar sem bændur eru líklega aðeins 10-20% af félagsmönnum. Þannig að bændur í Skagafirði eiga ekkert meira í afurðastöðvum þar heldur en aðrir félagsmenn. Höfundur er fyrrverandi bóndi og einn af stofnfélögum Búsældar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar