Trump sló nýjan tón og boðaði samstöðu í ræðu sinni á landsþingi repúblikana í gær. Við heyrum í honum og förum einnig í hjólhýsabyggðina við Sævarhöfða. Íbúar segja afstöðu borgarstjóra gagnvart þeim fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu.
Við verðum einnig í beinni útsendingu frá setningu götubitahátíðar sem stendur yfir um helgina og hittum mann á tíræðisaldri sem málar og lagar dvergastyttur fyrir Eyjamenn.
Í Sportpakkanum verður rætt við landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta sem sótti innblástur til sonar síns fyrir magnaðan sigur Íslands á Þýskalandi á dögunum.