Gríðarleg sprunga í Hagafelli vekur athygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 12:31 Sprungan í Hagafelli er innan rauða hringsins á myndinni. Í forgrunni er Grindavíkurbær og myndarlegur gígur rís í baksýn. Hafþór Skúlason Náttúruvársérfræðingur segir ekkert styðja kenningu eldfjallafræðings um goslok við Sundhnúka. Landris og aukin skjálfavirkni mælast áfram og líkur eru á eldgosi á næstu vikum. Veðurstofan er meðvituð um gríðarstóra sprungu í Hagafelli, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum. Sprungan er gömul en stækkaði umtalsvert í síðasta gosi. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur spáði því í gær á bloggsíðu sinni að eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni væri mögulega lokið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Haraldur spáir fyrir um slíkt og hefur hingað til ekki haft rétt fyrir sér. Kenningu sína byggði hann á GPS-mælingum, sem sýni að hægt hafi á landrisi 12. júlí. Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur segir hins vegar ekkert benda til gosloka eins og Haraldur spáir. „Það er áframhaldandi landris, það var allskonar veður núna undanfarna daga þannig það er meira frávik í GPS-gagnapunktunum sem hafa komið inn og þar af leiðandi er erfiðara að lesa úr þeim landris. Hins vegar kom inn ótrúlega fínn gagnapunktur í dag og í nótt, sem sýnir að það er áframhaldandi landris þó það gæti hugsanlega verið að hægjast aðeins á því.“ Enn gerir Veðurstofan ráð fyrir kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum. Rúmmál uppsafnaðrar kviku nálgist óðfluga sömu stöðu og fyrir síðasta gos. „Við erum að fá inn fleiri skjálfta núna dag frá degi og greinilega spenna að byggjast upp á svæðinu.“ Sprungan í Hagafélli séð ofan frá úr Umbrotasjá Landmælinga Íslands. Stækkaði umtalsvert í síðasta eldgosi Áhugamenn um jarðhræringar hafa í dag og í gær vakið athygli á gríðarlegri sprungu í Hagafelli við gosstöðvarnar í hópnum Jarðsöguvinir á Facebook. Jóhanna segir sprunguna ekki nýja en vissulega hafi orðið á henni nýleg umbreyting. „En í síðasta gosi [29. maí] stækkaði hún heilmikið og svo fór að flæða hraun ofan í hana og þetta er bara mjög stór og mikil sprunga. Hraunið sem fór ofan í hana komst í snertingu við grunnvatn og þá urðu þessar vatnssprengingar eins og sáust í síðasta gosi,“ segir Jóhanna. Sprungan teygir sig suður í átt til Grindavíkur og alveg að varnargörðum. „Við höfum fylgst með henni sérstaklega í síðasta gosi. Það má gera ráð fyrir að það sé ákveðin framlenging á þessari sprungu sem nái jafnvel enn lengra suður og þetta er dæmi um veikleikana í skorpunni sem er að finna þarna á yfirborðinu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04 Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur spáði því í gær á bloggsíðu sinni að eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni væri mögulega lokið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Haraldur spáir fyrir um slíkt og hefur hingað til ekki haft rétt fyrir sér. Kenningu sína byggði hann á GPS-mælingum, sem sýni að hægt hafi á landrisi 12. júlí. Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur segir hins vegar ekkert benda til gosloka eins og Haraldur spáir. „Það er áframhaldandi landris, það var allskonar veður núna undanfarna daga þannig það er meira frávik í GPS-gagnapunktunum sem hafa komið inn og þar af leiðandi er erfiðara að lesa úr þeim landris. Hins vegar kom inn ótrúlega fínn gagnapunktur í dag og í nótt, sem sýnir að það er áframhaldandi landris þó það gæti hugsanlega verið að hægjast aðeins á því.“ Enn gerir Veðurstofan ráð fyrir kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum. Rúmmál uppsafnaðrar kviku nálgist óðfluga sömu stöðu og fyrir síðasta gos. „Við erum að fá inn fleiri skjálfta núna dag frá degi og greinilega spenna að byggjast upp á svæðinu.“ Sprungan í Hagafélli séð ofan frá úr Umbrotasjá Landmælinga Íslands. Stækkaði umtalsvert í síðasta eldgosi Áhugamenn um jarðhræringar hafa í dag og í gær vakið athygli á gríðarlegri sprungu í Hagafelli við gosstöðvarnar í hópnum Jarðsöguvinir á Facebook. Jóhanna segir sprunguna ekki nýja en vissulega hafi orðið á henni nýleg umbreyting. „En í síðasta gosi [29. maí] stækkaði hún heilmikið og svo fór að flæða hraun ofan í hana og þetta er bara mjög stór og mikil sprunga. Hraunið sem fór ofan í hana komst í snertingu við grunnvatn og þá urðu þessar vatnssprengingar eins og sáust í síðasta gosi,“ segir Jóhanna. Sprungan teygir sig suður í átt til Grindavíkur og alveg að varnargörðum. „Við höfum fylgst með henni sérstaklega í síðasta gosi. Það má gera ráð fyrir að það sé ákveðin framlenging á þessari sprungu sem nái jafnvel enn lengra suður og þetta er dæmi um veikleikana í skorpunni sem er að finna þarna á yfirborðinu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04 Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17
Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04
Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01