Mark dæmt af Argentínu löngu eftir leik: „Mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 17:49 Argentínumenn fagna marki Cristians Medina sem var síðan dæmt af, löngu eftir leikinn gegn Marokkóum. getty/Tullio M. Puglia Jöfnunarmark Argentínu gegn Marokkó í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum var dæmt af löngu eftir leik og þeir hvítu og bláu eru því stigalausir. Þjálfari argentínska liðsins segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik Argentínu og Marokkós í Saint-Étienne dag jafnaði Cristian Medina metin í 2-2. Í kjölfarið brutust út ólæti; hlutum var kastað inn á völlinn og stuðningsmenn Marokkós hlupu inn á grasið. Leikurinn var síðan stöðvaður og liðin fóru til búningsherbergja á Stade Geoffroy-Guichard. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið og það með 2-2 jafntefli. Svo reyndist ekki vera. Um klukkutíma eftir að ólætin brutust út sögðu mótshaldarar að leiknum væri nefnilega ekki lokið og klára þyrfti síðustu þrjár mínútur hans. Ekki nóg með það heldur var jöfnunarmarkið sem Medina skoraði dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi. Argentínu tókst ekki að jafna á þeim þremur mínútum sem átti eftir að leika og Marokkó hrósaði því 2-1 sigri í viðureign sem verður lengi í minnum höfð. Javier Mascherano er þjálfari argentínska Ólympíulandsliðsins og hann átti varla orð eftir leikinn í Saint-Étienne í dag. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði Mascherano sem hefur nú upplifað eitt og annað á löngum ferli í fótboltanum. Eftir þennan langa leik og furðulegu atburðarrás er Marokkó með þrjú stig í B-riðli en Argentína ekki neitt. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í leik Úkraínu og Íraks í sama riðli. Staðan þar er markalaus. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Sjá meira
Þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik Argentínu og Marokkós í Saint-Étienne dag jafnaði Cristian Medina metin í 2-2. Í kjölfarið brutust út ólæti; hlutum var kastað inn á völlinn og stuðningsmenn Marokkós hlupu inn á grasið. Leikurinn var síðan stöðvaður og liðin fóru til búningsherbergja á Stade Geoffroy-Guichard. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið og það með 2-2 jafntefli. Svo reyndist ekki vera. Um klukkutíma eftir að ólætin brutust út sögðu mótshaldarar að leiknum væri nefnilega ekki lokið og klára þyrfti síðustu þrjár mínútur hans. Ekki nóg með það heldur var jöfnunarmarkið sem Medina skoraði dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi. Argentínu tókst ekki að jafna á þeim þremur mínútum sem átti eftir að leika og Marokkó hrósaði því 2-1 sigri í viðureign sem verður lengi í minnum höfð. Javier Mascherano er þjálfari argentínska Ólympíulandsliðsins og hann átti varla orð eftir leikinn í Saint-Étienne í dag. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði Mascherano sem hefur nú upplifað eitt og annað á löngum ferli í fótboltanum. Eftir þennan langa leik og furðulegu atburðarrás er Marokkó með þrjú stig í B-riðli en Argentína ekki neitt. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í leik Úkraínu og Íraks í sama riðli. Staðan þar er markalaus.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Sjá meira