Hættustig Gauti Kristmannsson skrifar 25. júlí 2024 08:35 Fyrir um tíu árum voru aðildarviðræður Íslands við ESB stöðvaðar. Fyrir meginþorra Íslendinga var þetta vond ákvörðun að mínu mati því hún hafði það í för með sér að við urðum að búa við íslensku krónuna og vextina á henni. Í dag borga skuldarar innlendra lána jafnvel tugþúsundir mánaðarlega aukreitis miðað við að við hefðum evru sem gjaldmiðil. Þetta kom hins vegar stórútgerðinni vel, sem gerir upp í evrum en greiðir laun í krónum. Bændur eru að vakna upp við vondan draum, en þetta tekur tíma og kannski nokkur gjaldþrot að síast inn. Ein rökin gegn evrunni voru að hægt væri að lækka gengi krónunnar til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það gerðist reyndar ekki alveg þannig eftir hrunið þegar það rauk upp og þúsundir fluttu úr landi til að fá sér vinnu. Þar kom sér vel að vera með frjálsa för innan EES, sem gerði fólki kleift að flýja hörmungarnar hér á landi og finna vinnu. En við höfum þraukað þessi tæpu 16 ár sem liðin eru og þar sem ferðaþjónustan kom til að bæta efnahaginn með gjaldeyrisinnflæði þá virtist þetta vera svo sem allt í lagi. Covid var að vísu viðvörun þar sem tengslin við ESB í gegnum EES hjálpuðu þó til, til að mynda með útvegun bóluefna. En nú er kannski að teiknast upp önnur staða. Nýlega var lýst yfir hættustigi vegna Grindavíkur á rauðu svæði, og óvissustigi í Svartsengi með orkuverinu og Bláa lóninu sem eru á appelsínugulu svæði. Ef illa fer og við missum hvort tveggja í náttúruhamförum þá verður Ísland mjög illa statt, líkast til verr en 2008, ekki síst ef manntjón yrði í slíkum hamförum. Víst er að Reykjanesskagi yrði hamfarasvæði, líka þeir staðir sem ekki yrðu fyrir beinu tjóni, vegna rafmagns- og vatnsleysis. Ferðaþjónustan myndi vafalaust falla saman eftir slíkar fréttir og það aftur á móti leiddi til mikils falls krónunnar, geri ég ráð fyrir. Við getum svo ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hefði síðan á flugfélögin og hótelin í landinu. Gífurlegt atvinnuleysi væri afleiðingin hvað sem liði gengi krónunnar. Efnislega tjónið yrði gífurlegt og Náttúruhamfarasjóður hefði líkast til enga möguleika á að standa undir því öllu saman. En hvað kemur það ESB og evrunni við? Jú, ef við hefðum evru sem gjaldmiðil myndi hún ekki hrynja þótt hamfarir verði á Íslandi, hún myndi ekki haggast, held ég. ESB er síðan með digra sjóði vegna náttúruhamfara sem Íslendingar hefðu aðgang að sem aðildarríki. Ég vona innilega, eins og við öll, að ekkert gerist á Reykjanesskaga í líkingu við þessa sviðsmynd, en jafnvel þótt svo verði ekki, er ég sannfærður um að aðild og evra yrðu gríðarleg lífskjarabót fyrir Íslendinga. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Fyrir um tíu árum voru aðildarviðræður Íslands við ESB stöðvaðar. Fyrir meginþorra Íslendinga var þetta vond ákvörðun að mínu mati því hún hafði það í för með sér að við urðum að búa við íslensku krónuna og vextina á henni. Í dag borga skuldarar innlendra lána jafnvel tugþúsundir mánaðarlega aukreitis miðað við að við hefðum evru sem gjaldmiðil. Þetta kom hins vegar stórútgerðinni vel, sem gerir upp í evrum en greiðir laun í krónum. Bændur eru að vakna upp við vondan draum, en þetta tekur tíma og kannski nokkur gjaldþrot að síast inn. Ein rökin gegn evrunni voru að hægt væri að lækka gengi krónunnar til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það gerðist reyndar ekki alveg þannig eftir hrunið þegar það rauk upp og þúsundir fluttu úr landi til að fá sér vinnu. Þar kom sér vel að vera með frjálsa för innan EES, sem gerði fólki kleift að flýja hörmungarnar hér á landi og finna vinnu. En við höfum þraukað þessi tæpu 16 ár sem liðin eru og þar sem ferðaþjónustan kom til að bæta efnahaginn með gjaldeyrisinnflæði þá virtist þetta vera svo sem allt í lagi. Covid var að vísu viðvörun þar sem tengslin við ESB í gegnum EES hjálpuðu þó til, til að mynda með útvegun bóluefna. En nú er kannski að teiknast upp önnur staða. Nýlega var lýst yfir hættustigi vegna Grindavíkur á rauðu svæði, og óvissustigi í Svartsengi með orkuverinu og Bláa lóninu sem eru á appelsínugulu svæði. Ef illa fer og við missum hvort tveggja í náttúruhamförum þá verður Ísland mjög illa statt, líkast til verr en 2008, ekki síst ef manntjón yrði í slíkum hamförum. Víst er að Reykjanesskagi yrði hamfarasvæði, líka þeir staðir sem ekki yrðu fyrir beinu tjóni, vegna rafmagns- og vatnsleysis. Ferðaþjónustan myndi vafalaust falla saman eftir slíkar fréttir og það aftur á móti leiddi til mikils falls krónunnar, geri ég ráð fyrir. Við getum svo ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hefði síðan á flugfélögin og hótelin í landinu. Gífurlegt atvinnuleysi væri afleiðingin hvað sem liði gengi krónunnar. Efnislega tjónið yrði gífurlegt og Náttúruhamfarasjóður hefði líkast til enga möguleika á að standa undir því öllu saman. En hvað kemur það ESB og evrunni við? Jú, ef við hefðum evru sem gjaldmiðil myndi hún ekki hrynja þótt hamfarir verði á Íslandi, hún myndi ekki haggast, held ég. ESB er síðan með digra sjóði vegna náttúruhamfara sem Íslendingar hefðu aðgang að sem aðildarríki. Ég vona innilega, eins og við öll, að ekkert gerist á Reykjanesskaga í líkingu við þessa sviðsmynd, en jafnvel þótt svo verði ekki, er ég sannfærður um að aðild og evra yrðu gríðarleg lífskjarabót fyrir Íslendinga. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun