Meðalævilengd Íslendinga styttist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2024 10:35 Golf nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á efri árum enda fínasta hreyfing og útivist um leið. Vísir/Vilhelm Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Frá árinu 1985 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur tæplega fjórum í meðalævilengd. Ævilengd karla styttist hins vegar um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 á milli áranna 2022 og 2023. Þróunina má sjá á grafinu hér að neðan. Ungbarnadauði í Evrópu þriðji minnsti á Íslandi Árið 2023 létust 2.571 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.376 karlar og 1.195 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og lækkaði um 0,5 á milli ára. Árið 2023 mældist ungbarnadauði á Íslandi 2,3 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum sem er aukning um 0,9 frá árinu 2022. Þegar hins vegar er horft á tíu ára tímabil (2013–2022) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 2,0 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum og var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér nema í San Maríno (1,8) og Finnlandi (1,9). Fyrir sama tímabil var ungbarnadauði að meðaltali 2,1 barn í Slóveníu og Eistlandi, 2,2 í Noregi og 2,3 í Svíþjóð. Tíðastur var ungbarnadauði í Aserbaídsjan, 10,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum yfir tímabilið 2013-2022 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þróunina má sjá hér að neðan. Ævilengd háskólamenntaðra lengdist mest Árið 2023 var ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með grunnskólamenntun 52,5 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar. Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,3 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,1 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu átt von á því að lifa mun lengur en þeir sem minni menntun höfðu. Þannig var ætluð ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með háskólamenntun 56,4 ár eða fjórum árum lengri en þrítugra kvenna með grunnskólamenntun árið 2023. Ólifuð ævilengd 30 ára karla með háskólamenntun var 53,8 ár eða fimm árum lengri en þrítugra karla með grunnskólamenntun. Á milli áranna 2011-2023 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest eða um 1,7 ár á meðan hún jókst um 1,3 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,2 ár. Ævilengd 30 ára eftir menntun og kyni 2011-2023 Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2023 byggðir á meðaltali áranna 2019-2023. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd. Heilbrigðismál Eldri borgarar Heilsa Mannfjöldi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Frá árinu 1985 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur tæplega fjórum í meðalævilengd. Ævilengd karla styttist hins vegar um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 á milli áranna 2022 og 2023. Þróunina má sjá á grafinu hér að neðan. Ungbarnadauði í Evrópu þriðji minnsti á Íslandi Árið 2023 létust 2.571 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.376 karlar og 1.195 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og lækkaði um 0,5 á milli ára. Árið 2023 mældist ungbarnadauði á Íslandi 2,3 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum sem er aukning um 0,9 frá árinu 2022. Þegar hins vegar er horft á tíu ára tímabil (2013–2022) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 2,0 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum og var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér nema í San Maríno (1,8) og Finnlandi (1,9). Fyrir sama tímabil var ungbarnadauði að meðaltali 2,1 barn í Slóveníu og Eistlandi, 2,2 í Noregi og 2,3 í Svíþjóð. Tíðastur var ungbarnadauði í Aserbaídsjan, 10,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum yfir tímabilið 2013-2022 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þróunina má sjá hér að neðan. Ævilengd háskólamenntaðra lengdist mest Árið 2023 var ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með grunnskólamenntun 52,5 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar. Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,3 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,1 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu átt von á því að lifa mun lengur en þeir sem minni menntun höfðu. Þannig var ætluð ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með háskólamenntun 56,4 ár eða fjórum árum lengri en þrítugra kvenna með grunnskólamenntun árið 2023. Ólifuð ævilengd 30 ára karla með háskólamenntun var 53,8 ár eða fimm árum lengri en þrítugra karla með grunnskólamenntun. Á milli áranna 2011-2023 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest eða um 1,7 ár á meðan hún jókst um 1,3 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,2 ár. Ævilengd 30 ára eftir menntun og kyni 2011-2023 Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2023 byggðir á meðaltali áranna 2019-2023. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Heilsa Mannfjöldi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira