Meðalævilengd Íslendinga styttist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2024 10:35 Golf nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á efri árum enda fínasta hreyfing og útivist um leið. Vísir/Vilhelm Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Frá árinu 1985 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur tæplega fjórum í meðalævilengd. Ævilengd karla styttist hins vegar um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 á milli áranna 2022 og 2023. Þróunina má sjá á grafinu hér að neðan. Ungbarnadauði í Evrópu þriðji minnsti á Íslandi Árið 2023 létust 2.571 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.376 karlar og 1.195 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og lækkaði um 0,5 á milli ára. Árið 2023 mældist ungbarnadauði á Íslandi 2,3 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum sem er aukning um 0,9 frá árinu 2022. Þegar hins vegar er horft á tíu ára tímabil (2013–2022) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 2,0 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum og var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér nema í San Maríno (1,8) og Finnlandi (1,9). Fyrir sama tímabil var ungbarnadauði að meðaltali 2,1 barn í Slóveníu og Eistlandi, 2,2 í Noregi og 2,3 í Svíþjóð. Tíðastur var ungbarnadauði í Aserbaídsjan, 10,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum yfir tímabilið 2013-2022 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þróunina má sjá hér að neðan. Ævilengd háskólamenntaðra lengdist mest Árið 2023 var ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með grunnskólamenntun 52,5 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar. Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,3 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,1 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu átt von á því að lifa mun lengur en þeir sem minni menntun höfðu. Þannig var ætluð ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með háskólamenntun 56,4 ár eða fjórum árum lengri en þrítugra kvenna með grunnskólamenntun árið 2023. Ólifuð ævilengd 30 ára karla með háskólamenntun var 53,8 ár eða fimm árum lengri en þrítugra karla með grunnskólamenntun. Á milli áranna 2011-2023 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest eða um 1,7 ár á meðan hún jókst um 1,3 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,2 ár. Ævilengd 30 ára eftir menntun og kyni 2011-2023 Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2023 byggðir á meðaltali áranna 2019-2023. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd. Heilbrigðismál Eldri borgarar Heilsa Mannfjöldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Frá árinu 1985 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur tæplega fjórum í meðalævilengd. Ævilengd karla styttist hins vegar um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 á milli áranna 2022 og 2023. Þróunina má sjá á grafinu hér að neðan. Ungbarnadauði í Evrópu þriðji minnsti á Íslandi Árið 2023 létust 2.571 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.376 karlar og 1.195 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og lækkaði um 0,5 á milli ára. Árið 2023 mældist ungbarnadauði á Íslandi 2,3 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum sem er aukning um 0,9 frá árinu 2022. Þegar hins vegar er horft á tíu ára tímabil (2013–2022) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 2,0 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum og var ungbarnadauði hvergi í Evrópu jafn fátíður og hér nema í San Maríno (1,8) og Finnlandi (1,9). Fyrir sama tímabil var ungbarnadauði að meðaltali 2,1 barn í Slóveníu og Eistlandi, 2,2 í Noregi og 2,3 í Svíþjóð. Tíðastur var ungbarnadauði í Aserbaídsjan, 10,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum yfir tímabilið 2013-2022 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þróunina má sjá hér að neðan. Ævilengd háskólamenntaðra lengdist mest Árið 2023 var ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með grunnskólamenntun 52,5 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar. Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,3 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,1 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu átt von á því að lifa mun lengur en þeir sem minni menntun höfðu. Þannig var ætluð ólifuð meðalævi 30 ára kvenna með háskólamenntun 56,4 ár eða fjórum árum lengri en þrítugra kvenna með grunnskólamenntun árið 2023. Ólifuð ævilengd 30 ára karla með háskólamenntun var 53,8 ár eða fimm árum lengri en þrítugra karla með grunnskólamenntun. Á milli áranna 2011-2023 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest eða um 1,7 ár á meðan hún jókst um 1,3 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,2 ár. Ævilengd 30 ára eftir menntun og kyni 2011-2023 Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2023 byggðir á meðaltali áranna 2019-2023. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Heilsa Mannfjöldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira