Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 14:37 Ljósir flekkir í Cheyava-fossa steininum frá Mars eru lífræn efnasambönd en óvíst er hvort að uppruni þeirra er líffræðilegur eða ekki. NASA/JPL-Caltech/MSSS Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA. Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Perseverance fann steininn í fornum árdal sem myndaðist þegar vatn flæddi inn í Jezero-gíginn fyrir milljörðum ára. Í rauðleitum steininum, sem vísindamennirnir kalla Cheyava-fossinn eftir fossi í Miklagljúfri, fundust hvítir flekkir sem mælitæki könnunarjeppans segja að innihaldi lífræn efnasambönd. Þrátt fyrir að kolefnissambönd af þessu tagi séu á meðal frumeininga lífs á jörðinni geta þau einnig orðið til við ólíffræðileg efnahvörf. Því reyna vísindamenn Perseverance-leiðangursins að tempra væntingar sínar um að fundurinn gæti verið vísbending um að örverur hafi þrifist á Mars áður en reikistjarnan missti þykkan lofthjúp sinn og fljótandi vatn í fyrndinni. „Við getum ekki sagt til á þessari stundu um hvort við höfum uppgötvað líf á Mars en það sem við erum að segja er að við höfum möguleg lífsmerki sem eru eiginleikar sem gætu átt sér líffræðilegan uppruna en þarfnast frekari rannsókna og gagna,“ segir Katie Stack Morgan, aðstoðarvísindamaður leiðangursins, við Washington Post. Verksummerki sem þessu yrðu líklega talin vera eftir lífverur ef þau fyndust á jörðinni, að sögn Stack Morgan. Lífverur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma nærri efnahvörfunum. Ekki á leið til jarðar í bráð Litlar líkur eru á því að endanlegt svar um uppruna efnasambandanna fáist á næstunni. Perseverance skortir þau tæki og tól sem eru nauðsynleg til þess að skera úr um það. Ætlunin var enda að annað geimfar sækti sýnin sem könnunarjeppinn safnar og kæmi þeim til jarðar til ítarlegri rannsókna. Horfur Mars Return Sample-verkefnisins eru svartar þessa stundina. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skar fjárveitingar til þess við nögl eftir að ljóst varð að kostnaður við það færi langt fram úr áætlunum og að sýni yrðu ekki komin til jarðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2040. „Þess að skilja að fullu það sem gerðist í þessum marsneska árdal við Jezero-gíg fyrir milljörðum ára myndum við vilja flytja Cheyava-fossa sýnið aftur til jarðar þannig að hægt sé að rannsaka það með öflugum mælitækjum á rannsóknarstofum,“ segir Ken Farley, vísindamaður við leiðangurinn hjá Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech), í tilkynningu á vef NASA.
Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25
Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6. ágúst 2021 15:00