„Mýkri leiðir í hörðum heimi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2024 17:48 Halla og Björn á leið í Alþingissalinn. vísir/rax „Ég stend hér í dag með hjartað fullt af þakklæti, fyrir það traust sem mér og okkur hjónum er sýnt. Þakklát foreldrum mínum, sem gáfu mér gott veganesti út í lífið. Og ég er þakklát kjarkmiklu konunum sem sýndu mér ungri að aldri að með hugrekki og samtakamætti getum við hreyft við samfélaginu, og leitt framfarir.“ Þannig hóf Halla Tómasdóttir fyrsta ávarp sitt sem forseti í Alþingissalnum í dag, að lokinni formlegri embættistöku. Ávarpið í heild sinni má sjá hér að neðan. Halla þakkaði sex fyrri forsetum fyrir þeirra framlag, og þeim Vigdísi, Ólafi Ragnari og Guðna Th. persónulega þar sem þau sátu á fremsta bekk í Alþingissal. Halla beindi í ræðu sinni sjónum að mannréttindum og minnkandi trausti á stofnunum samfélagsins. „Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum, og nú bætist það við að tæknin gerir það kleift að falsa bæði hljóð og mynd þannig að nær ómögulegt verður að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa? Hvað verður um traustið?“ spurði Halla. Unga fólkið fái borð við sætið Hún ræddi einnig kvíða og þunglyndi. Spurði hvernig það megi vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi, skipi sér einnig í fremstu röð hvað kvíða og þunglyndi varðar. Þá vitnar hún í orð Páls Skúlasonar heimspekings. „Við getum verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur lífinu gildi. Við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem glæðir lífið birtu og hlýju.“ „Við getum og verðum að bæta andlega og samfélagslega Heilsu,“ segir Halla sem heitir því að ráðast að rótum vandans í samráði við ýmsa aðila. Samstarf og samtal kynslóða sé lykill að því markmiði. Unga fólkið verði að fá borð við sætið. Þá sagði hún styrk í smæð og mýkt þjóðarinnar. „Smá en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.“ Halla lauk ræðu sinni með flutningi á ljóðinu Leitum eftir Hólmfríði Sigurðardóttur: Leitum úrræðalátum hendur og orðfallast í faðma leitum gleðinnarí ljóðinufinnum frelsiðí höndunumleitum regnbogansfinnum ljósberann leitum lánsfinnum það leika um líflands vatns og ljóss. Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þannig hóf Halla Tómasdóttir fyrsta ávarp sitt sem forseti í Alþingissalnum í dag, að lokinni formlegri embættistöku. Ávarpið í heild sinni má sjá hér að neðan. Halla þakkaði sex fyrri forsetum fyrir þeirra framlag, og þeim Vigdísi, Ólafi Ragnari og Guðna Th. persónulega þar sem þau sátu á fremsta bekk í Alþingissal. Halla beindi í ræðu sinni sjónum að mannréttindum og minnkandi trausti á stofnunum samfélagsins. „Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum, og nú bætist það við að tæknin gerir það kleift að falsa bæði hljóð og mynd þannig að nær ómögulegt verður að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa? Hvað verður um traustið?“ spurði Halla. Unga fólkið fái borð við sætið Hún ræddi einnig kvíða og þunglyndi. Spurði hvernig það megi vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi, skipi sér einnig í fremstu röð hvað kvíða og þunglyndi varðar. Þá vitnar hún í orð Páls Skúlasonar heimspekings. „Við getum verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur lífinu gildi. Við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem glæðir lífið birtu og hlýju.“ „Við getum og verðum að bæta andlega og samfélagslega Heilsu,“ segir Halla sem heitir því að ráðast að rótum vandans í samráði við ýmsa aðila. Samstarf og samtal kynslóða sé lykill að því markmiði. Unga fólkið verði að fá borð við sætið. Þá sagði hún styrk í smæð og mýkt þjóðarinnar. „Smá en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.“ Halla lauk ræðu sinni með flutningi á ljóðinu Leitum eftir Hólmfríði Sigurðardóttur: Leitum úrræðalátum hendur og orðfallast í faðma leitum gleðinnarí ljóðinufinnum frelsiðí höndunumleitum regnbogansfinnum ljósberann leitum lánsfinnum það leika um líflands vatns og ljóss.
Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24
Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19