Ólympíufari sem á ekki fyrir leigu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 15:48 Fraley fagnar bronsi í undankeppni fyrir ólympíuleikana í ár. getty Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir. Farley vakti máls á þessari stöðu á X í gærkvöldi. „Ég keppi á Ólympíuleikunum Á MORGUN og get ekki einu sinni borgað leiguna mína. Skólinn sendi mér um 75 prósent af leigunni á meðan þeir borga ruðningsleikmönnum (sem hafa ekki unnið nokkurn skapaðan hlut) nóg til þess að kaupa nýja bíla og hús.“ I compete in the Olympic Games TOMORROW and can’t even pay my rent 😒 my school only sent about 75% of my rent while they pay football players (who haven’t won anything 😂) enough to buy new cars and houses 👎🏾👎🏾👎🏾— Veronica™⚓️ (@vmfraley) August 1, 2024 Það stóð ekki á viðbrögðunum við þessari færslu Fraley í gær. Skömmu síðar hafði bandaríski rapparinn Flavor Flav boðist til þess að borga leiguna. Þá bauðst Alexis Ohanian annar stofnenda samfélagsmiðilsins Reddit til þess að borga leigu hennar út árið. Fraley stundar nú framhaldsnám við Vanderbilt háskólann í Nashville í Tennessee. „Ég sé um þetta,“ skrifaði Flav við færslu Fraley. „Sendu mér skilaboð og ég sendi greiðslu í dag þannig þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu á morgun. Og held með þér á morgun, KOMA SVO!“ skrifaði Flav sömuleiðis. „Svona nú! Ég borga á móti Flavor,“ skrifaði Ohanian. Þeir birtu báðir skjáskot sem sýna millifærslur til Fraley. Síðar birti Fraley aðra færslu á X þar sem hún áréttir að kvörtunin hafi ekkert með háskóla sinn að gera. Hún sé aðeins að kvarta yfir reglum sem geri það að verkum að hún fái ekki jafn mikið greitt og hún sé virði. Fraley keppir í kringlukasti í kvöld klukkan 18:20. Úrslit í kringlukasti fara fram á mánudag. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Farley vakti máls á þessari stöðu á X í gærkvöldi. „Ég keppi á Ólympíuleikunum Á MORGUN og get ekki einu sinni borgað leiguna mína. Skólinn sendi mér um 75 prósent af leigunni á meðan þeir borga ruðningsleikmönnum (sem hafa ekki unnið nokkurn skapaðan hlut) nóg til þess að kaupa nýja bíla og hús.“ I compete in the Olympic Games TOMORROW and can’t even pay my rent 😒 my school only sent about 75% of my rent while they pay football players (who haven’t won anything 😂) enough to buy new cars and houses 👎🏾👎🏾👎🏾— Veronica™⚓️ (@vmfraley) August 1, 2024 Það stóð ekki á viðbrögðunum við þessari færslu Fraley í gær. Skömmu síðar hafði bandaríski rapparinn Flavor Flav boðist til þess að borga leiguna. Þá bauðst Alexis Ohanian annar stofnenda samfélagsmiðilsins Reddit til þess að borga leigu hennar út árið. Fraley stundar nú framhaldsnám við Vanderbilt háskólann í Nashville í Tennessee. „Ég sé um þetta,“ skrifaði Flav við færslu Fraley. „Sendu mér skilaboð og ég sendi greiðslu í dag þannig þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu á morgun. Og held með þér á morgun, KOMA SVO!“ skrifaði Flav sömuleiðis. „Svona nú! Ég borga á móti Flavor,“ skrifaði Ohanian. Þeir birtu báðir skjáskot sem sýna millifærslur til Fraley. Síðar birti Fraley aðra færslu á X þar sem hún áréttir að kvörtunin hafi ekkert með háskóla sinn að gera. Hún sé aðeins að kvarta yfir reglum sem geri það að verkum að hún fái ekki jafn mikið greitt og hún sé virði. Fraley keppir í kringlukasti í kvöld klukkan 18:20. Úrslit í kringlukasti fara fram á mánudag.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira