Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 14:45 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að á meðal þeirra muna sem verða boðnir til sölu á menningarnótt séu blómaskreytingar úr sýningunni Madömmu Butterfly. Vísir Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri. Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri.
Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03
Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent