Óánægja með ætlað niðurrif á sögulegu húsi á Húsavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 13:49 Helguskúr hefur staðið við Húsavíkurhöfn frá árinu 1958. Hörður Jónasson Miklar umræður hafa skapast á Húsavík um hvort Helguskúr, frægt hús við höfnina, verði fjarlægður. Húsið geymir sjávarútvegssafn og var byggt árið 1958. Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu. Norðurþing Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu.
Norðurþing Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira