Óánægja með ætlað niðurrif á sögulegu húsi á Húsavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 13:49 Helguskúr hefur staðið við Húsavíkurhöfn frá árinu 1958. Hörður Jónasson Miklar umræður hafa skapast á Húsavík um hvort Helguskúr, frægt hús við höfnina, verði fjarlægður. Húsið geymir sjávarútvegssafn og var byggt árið 1958. Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu. Norðurþing Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu.
Norðurþing Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira