Nýtt neyslurými opnar í Borgartúni: Skoða að bjóða gestum upp á vímuefni til skaðaminnkunar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. ágúst 2024 15:06 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Ívar Rauði kross Íslands opnaði í dag nýtt neyslurými í Borgartúni undir nafninu Ylja. Notendur vímuefna geta leitað þangað og sprautað sig eða reykt vímuefni undir eftirliti og aðstoð heilbrigðisstarfsfólks. Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“ Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Sjá meira
Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“
Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Sjá meira