Stærra eldgos væntanlegt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 11:36 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir/arnar Búast má við stærra eldgosi á Reykjanesi á næstu dögum miðað við kvikusöfnun, að sögn eldfjallafræðings. Mjög ólíklegt er að kvika komi upp innan bæjarmarka. Á fimmta hundrað smærri skjálftar hafa mælst síðastliðna viku. Sérfræðingar búast við gosi á næstu klukkutímum eða dögum, frekar en vikum. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur er á því máli sömuleiðis. „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukktímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ segir Þorvaldur við fréttastofu. Að öðru leyti megi búast við svipuðu gosi og áður. „Sennilega eitthvað heldur stærra, þar sem það er meira kvikumagn til staðar í geymsluhólfinu. Þar af leiðandi endar hraunið á því vera stærra en fyrri hraun“ Það sé hins vegar ekki óeðlilegt hversu lengi kvika hafi safnast í geymsluhólfi. „Miðað við fyrri reynslu myndi ég halda að gosið kæmi upp á svipuðum slóðum, eða í sprungubútnum sem er rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Síðan opnast sprunga bara eins og blævængur út frá því til norðurs og suðurs.“ „Í upphafi verðum við með öflugt gos, tiltölulega háa kvikustróka í kannski klukkutíma tvo. Svo fer að draga úr þessu og þá spurning hvar virknin sest til á sprungunni.“ Að hans mati eru mjög litlar líkur á því að gos komi upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Á fimmta hundrað smærri skjálftar hafa mælst síðastliðna viku. Sérfræðingar búast við gosi á næstu klukkutímum eða dögum, frekar en vikum. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur er á því máli sömuleiðis. „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukktímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ segir Þorvaldur við fréttastofu. Að öðru leyti megi búast við svipuðu gosi og áður. „Sennilega eitthvað heldur stærra, þar sem það er meira kvikumagn til staðar í geymsluhólfinu. Þar af leiðandi endar hraunið á því vera stærra en fyrri hraun“ Það sé hins vegar ekki óeðlilegt hversu lengi kvika hafi safnast í geymsluhólfi. „Miðað við fyrri reynslu myndi ég halda að gosið kæmi upp á svipuðum slóðum, eða í sprungubútnum sem er rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Síðan opnast sprunga bara eins og blævængur út frá því til norðurs og suðurs.“ „Í upphafi verðum við með öflugt gos, tiltölulega háa kvikustróka í kannski klukkutíma tvo. Svo fer að draga úr þessu og þá spurning hvar virknin sest til á sprungunni.“ Að hans mati eru mjög litlar líkur á því að gos komi upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira