Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 07:01 Kom, sá, sigraði og keypti hlut í PSG. Gregory Shamus/Getty Images Nýkrýndur Ólympíumeistari í körfubolta, Kevin Durant, virðist hafa líkað veran í París svo vel að hann hefur ákveðið að kaupa minnihluta í knattspyrnuliðinu París Saint-Germain. Hinn 35 ára gamli Durant spilar í dag með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var hluti af Ólympíuliði Bandaríkjanna sem vann keppnina í fimmta skiptið í röð. Í gærkvöld, mánudag, birti fjöldi erlendra miðla fréttir þess efnis að kappinn væri að verða minnihluta eigandi í stórliði PSG. Þar á meðal er Sports Illustrated og Fabrizio Romano en hann er farinn að færa út kvíarnar og hættur að tjá sig eingöngu um möguleg vistaskipti knattspyrnumanna. 🔴🔵🏀 Kevin Durant, about to become a new minority stakeholder at Paris Saint-Germain!Decision made as @Romain_Molina reported. pic.twitter.com/1BcNd1q0iN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Í frétt SI segir að PSG sé stærsta knattspyrnulið Frkaklands og að félagið hafi síðan 2011 verið alfarið í eigu Íþróttafjárfestingarsjóð Katar. Það er þangað til Arctos Partners keyptu tólf og hálft prósent í félaginu á síðasta ári. Ekki kemur fram hversu mikinn hluta Durant er að kaupa en hann er einn margra íþróttamanna frá Bandaríkjunum sem fjárfesta í knattspyrnuliðum í Evrópu. Sem dæmi má nefna að samherji hans í bandaríska landsliðinu, LeBron James, á hlut í Liverpool. PSG hefur undanfarið verið í góðu sambandi við Air Jordan hluta Nike-samsteypunnar en Durant er á samning hjá Nike. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort íþróttarisinn komi eitthvað að þessum óvæntu kaupum Durant í franska félaginu. Fótbolti Körfubolti Franski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Durant spilar í dag með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Hann var hluti af Ólympíuliði Bandaríkjanna sem vann keppnina í fimmta skiptið í röð. Í gærkvöld, mánudag, birti fjöldi erlendra miðla fréttir þess efnis að kappinn væri að verða minnihluta eigandi í stórliði PSG. Þar á meðal er Sports Illustrated og Fabrizio Romano en hann er farinn að færa út kvíarnar og hættur að tjá sig eingöngu um möguleg vistaskipti knattspyrnumanna. 🔴🔵🏀 Kevin Durant, about to become a new minority stakeholder at Paris Saint-Germain!Decision made as @Romain_Molina reported. pic.twitter.com/1BcNd1q0iN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Í frétt SI segir að PSG sé stærsta knattspyrnulið Frkaklands og að félagið hafi síðan 2011 verið alfarið í eigu Íþróttafjárfestingarsjóð Katar. Það er þangað til Arctos Partners keyptu tólf og hálft prósent í félaginu á síðasta ári. Ekki kemur fram hversu mikinn hluta Durant er að kaupa en hann er einn margra íþróttamanna frá Bandaríkjunum sem fjárfesta í knattspyrnuliðum í Evrópu. Sem dæmi má nefna að samherji hans í bandaríska landsliðinu, LeBron James, á hlut í Liverpool. PSG hefur undanfarið verið í góðu sambandi við Air Jordan hluta Nike-samsteypunnar en Durant er á samning hjá Nike. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort íþróttarisinn komi eitthvað að þessum óvæntu kaupum Durant í franska félaginu.
Fótbolti Körfubolti Franski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira