Samstaða kennara skiptir máli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 18:01 Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun