„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 11:44 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. vísir/arnar Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. „Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta gos og Benedikt segir umfram þrýsting nú byggjast upp og endurspeglast í aukinni skjáfltavirkni. Búist er við gosi á hverri stundu og samkvæmt hættumati Veðurstofunnar eru taldar líkur á hraunflæði, sprunguhreyfingum og jafnvel gosopnun innan Grindavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ítrekaði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri að fólk væri á eigin ábyrgð í bænum og biðlaði til fólks um að gista þar ekki. Í gærnótt var gist í um tuttugu húsum og þar af um fjórum innan afmarkaðs svæðis í norðurhluta bæjarins, þar sem hættan er talin óásættanleg. Benedikt tekur undir með lögreglustjóra. „Það er ansi vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem við getum átt von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nálægt bænum. Það er ekkert sem segir að svoleiðis sprunga geti ekki farið inn fyrir bæjarmörkin og inn fyrir byggðina,“ segir Benedikt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ segir Benedikt. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta gos og Benedikt segir umfram þrýsting nú byggjast upp og endurspeglast í aukinni skjáfltavirkni. Búist er við gosi á hverri stundu og samkvæmt hættumati Veðurstofunnar eru taldar líkur á hraunflæði, sprunguhreyfingum og jafnvel gosopnun innan Grindavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ítrekaði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri að fólk væri á eigin ábyrgð í bænum og biðlaði til fólks um að gista þar ekki. Í gærnótt var gist í um tuttugu húsum og þar af um fjórum innan afmarkaðs svæðis í norðurhluta bæjarins, þar sem hættan er talin óásættanleg. Benedikt tekur undir með lögreglustjóra. „Það er ansi vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem við getum átt von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nálægt bænum. Það er ekkert sem segir að svoleiðis sprunga geti ekki farið inn fyrir bæjarmörkin og inn fyrir byggðina,“ segir Benedikt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ segir Benedikt.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira