Innlent

Kvikusöfnun og land­ris enn á sama hraða

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Búist er við eldgosi á hverjum tíma.
Búist er við eldgosi á hverjum tíma. Vísir/Vilhelm

Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring.

Líkt og greint hefur verið frá er rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Enn er í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu.

„Flestir skjálftanna smáskjálftar undir 1.0 að stærð á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Þetta er svipuð virkni og hefur verið síðustu tvær vikur,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

„Fyrir síðasta gos hélt kvikusöfnun áfram í 2 vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. Ef skoðuð er virkni fyrir fyrri eldgos og kvikuinnskot, að þá er skjálftavirkni nú ásamt landrisi að sýna skýr merki um að kvikuinnskot og jafnvel eldgos geti hafist hvenær sem er. Ef miðað er við síðasta eldgos, þá gæti þurft áframhaldandi kvikusöfnun í 2-3 vikur til viðbótar áður en nýtt eldgos hefst.“


Tengdar fréttir

„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“

Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera.

Stærra eldgos væntanlegt

Búast má við stærra eldgosi á Reykjanesi á næstu dögum miðað við kvikusöfnun, að sögn eldfjallafræðings. Mjög ólíklegt er að kvika komi upp innan bæjarmarka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×