Er „Stem“ áherslan í skólakerfinu tímaskekkja? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 17. ágúst 2024 07:30 Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Tækni Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun