Innlent

Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Íbúar í Vatnsendanum verða að láta kalda vatnið duga.
Íbúar í Vatnsendanum verða að láta kalda vatnið duga. vísir/vilhelm

Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum.

Svæðið sem um ræðir er Kópavogur, Garðabær Hafnarfjörður, Norðlingaholt, Breiðholtiog Álftanesi. Klukkan tíu annað kvöld verður lokað fyrir Suðuræð og á heitavatnsleysið að vara fram á miðvikudag.

Hrefna Hallgrímsdóttir er forstöðumaður vatnsmiðla Veitna.

Hrefna Hallgrímsdóttir.or

„Fyrst og fremst er ætlunin að tengja inn nýja flutningsæð, sem við köllum Suðuræð 2, í hitaveituna. Við notum auðvitað tækifærið til að gera önnur verkefni samhliða.“

Ætlunin sé því að auka flutningsgetu til muna. Ef allt fer eftir áætlun á kerfið að ná fullum þrýstingi um hádegisbil á miðvikudag.

Æðin sem um ræðir.veitur

„Það sem getur hins vegar gerst í framhaldi af því að við hleypum á, þá gætu hugsanlega komið einhverjar bilanir í kerfinu og við erum í viðbragðsstöðu ef það skyldi gerast.“

Hrefna segir ekki dæmi, að henni vitandi, um stærra svæði sem verður fyrir áhrifum af sambærilegum framkvæmdum. Stærð svæðisins skýrist af því hversu framarlega Suðuræðin er í kerfi Veitna. Hrefna minnir einnig á að beita raftækjum sparlega.

„Rafdreifikerfi á höfuðborgarsvæði er ekki byggt upp til að standa undir húshitun,“ segir Hrefna. 

Svæðið sem verður fyrir áhrifum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×