Orri Steinn bjargaði stigi og Elías Már lagði upp í sigri á Ajax Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 16:44 Orri Steinn hefur byrjað tímabilið af krafti en FCK missteig sig hins vegar í dag. Gaston Szerman/FCK Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir FC Kaupmannahöfn þegar liðið var við það að tapa fyrir Viborg á Parken, heimavelli sínum. Í Hollandi lagði Elías Már Ómarsson upp fyrra mark NAC Breda í 2-1 sigri á stórliði Ajax. Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira