Virðir ekki nálgunarbann og í gæsluvarðhaldi þar til vísað úr landi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2024 15:01 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem stendur til að vísa úr landi þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til brottflutningurinn er framkvæmdur. Talið er að mikil hætta sé á að hann rjúfi nálgunarbann gagnvart fjórum dætrum sínum. Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda