Staðfesta að Íranar brutust inn í tölvur framboðs Trump Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 10:07 Donald Trump var fórnarlamb tölvuárásar Írana samkvæmt mati bandarísku leyniþjónustunnar. Hann rifti meðal annars kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran í forsetatíð sinni og lét ráða háttsettan herforingja íranska byltingarvarðarins af dögum. AP/Julia Nikhinson Bandaríska leyniþjónustan staðfestir að írönsk stjórnvöld hafi staðið á bak við gagnastuld frá forsetaframboði Donalds Trump. Hún telur Írani einnig hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi framboðs Kamölu Harris. Gögnum frá framboði Trump, meðal annars um J.D. Vance varaforsetaefni Trump, var lekið til nokkurra bandaríska fjölmiðla á dögunum. Framboð Trump sagðist hafa verið fórnarlamb tölvuárásar sem það sakaði írönsk stjórnvöld um að standa að. Nú hefur alríkislögreglan FBI og fleiri leyniþjónustustofnanir staðfest að þær telji Írani ábyrga fyrir árásinni. Markmið hennar hafi verið að hluti af tilraunum stjórnvöld í Teheran til þess að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og mögulega úrslit forseta- og þingkosninganna í haust. Sendinefnd Írana hjá Sameinuðu þjóðunum vísaði ásökununum á bug og sagði þær ekki studdar rökum. Írönsk stjórnvöld hefðu hvorki ástæðu né áhuga á að hafa áhrif á kosningarnar. Skoraði hún á bandarísk stjórnvöld að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Auk þess að brjótast inn í tölvur framboðs Trump telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir hafi sent að minnsta kosti þremur starfsmönnum framboðs Kamölu Harris svikapósta. Ekkert bendir til þess að þeim hafi orðið ágegnt með þær netveiðar (e. phishing), að sögn AP-fréttastofunnar. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla við gagnalekanum innan úr framboði Trump nú voru töluvert frábrugðin því þegar rússneskir tölvuþrjótar stálu tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton og láku í gegnum Wikileaks árið 2016. Þeir fjölmiðlar sem fengu gögnin nú kusu að skrifa ekki fréttir upp úr gögnunum heldur einblína á uppruna lekans. Árið 2016 skrifuðu sömu miðlar fjölda frétta upp úr póstum kosningastjórans, allt niður í tillögur hans að bestu risotto-uppskriftinni. Íran Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Gögnum frá framboði Trump, meðal annars um J.D. Vance varaforsetaefni Trump, var lekið til nokkurra bandaríska fjölmiðla á dögunum. Framboð Trump sagðist hafa verið fórnarlamb tölvuárásar sem það sakaði írönsk stjórnvöld um að standa að. Nú hefur alríkislögreglan FBI og fleiri leyniþjónustustofnanir staðfest að þær telji Írani ábyrga fyrir árásinni. Markmið hennar hafi verið að hluti af tilraunum stjórnvöld í Teheran til þess að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og mögulega úrslit forseta- og þingkosninganna í haust. Sendinefnd Írana hjá Sameinuðu þjóðunum vísaði ásökununum á bug og sagði þær ekki studdar rökum. Írönsk stjórnvöld hefðu hvorki ástæðu né áhuga á að hafa áhrif á kosningarnar. Skoraði hún á bandarísk stjórnvöld að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Auk þess að brjótast inn í tölvur framboðs Trump telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir hafi sent að minnsta kosti þremur starfsmönnum framboðs Kamölu Harris svikapósta. Ekkert bendir til þess að þeim hafi orðið ágegnt með þær netveiðar (e. phishing), að sögn AP-fréttastofunnar. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla við gagnalekanum innan úr framboði Trump nú voru töluvert frábrugðin því þegar rússneskir tölvuþrjótar stálu tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton og láku í gegnum Wikileaks árið 2016. Þeir fjölmiðlar sem fengu gögnin nú kusu að skrifa ekki fréttir upp úr gögnunum heldur einblína á uppruna lekans. Árið 2016 skrifuðu sömu miðlar fjölda frétta upp úr póstum kosningastjórans, allt niður í tillögur hans að bestu risotto-uppskriftinni.
Íran Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06