Innlent

Kynntu dag­skrá Menningar­nætur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það fara vafalítið einhverjir á háhest í Garðpartýi Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt.
Það fara vafalítið einhverjir á háhest í Garðpartýi Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Vísir/Hulda Margrét

Boðað hefur verið til blaðamannafundar um fyrirkomulag Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Fundurinn hefst klukkan 11:30 í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík.

Á fundinum verður farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokun í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. Grindavíkurkaupstaður er heiðursgestur Menningarnætur að þessu sinni, og mun sjá um skemmtidagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Beina útsendingu má sjá að neðan en einnig má horfa á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu.

Menningarnótt er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar þar sem boðið er upp á fjölbreytta menningardagskrá. Rekstraraðilar, íbúar og listafólk bjóða upp á viðburði vítt og breitt í miðborginni. Þúsundir sækja hátíðina fram ár hvert.

Á Menningarnótt er sérstök áhersla lögð á að fjölskyldan njóti samveru, komi saman í bæinn og fari heim saman. Óskað er eftir að gestir komi í bæinn á hjóli, gangandi eða noti almenningssamgöngur.

Dagskrána má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×