Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 20. ágúst 2024 15:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Egill Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira