Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 17:03 Skálarnir við Drekagil í morgun. Gígur gestastofa Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. „Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna. Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
„Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna.
Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira