Þetta kemur fram á vef almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þar segir ennfremur að búið sé að virkja Samhæfingarstöð Almannavarna.
Eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni austan við Sýlingafell klukkan 21:26 í kvöld en áköf skjálftahrina hófst klukkan 20:48 og sáust einnig breytingar í borholuþrýstingi og á aflögun.