Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 22. ágúst 2024 23:50 Kolbeinn Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í flugskýli Landhelgisgæslunnar eftir að hann flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Vísir/Sigurjón Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27