Hvorki lögregla né slökkvilið gátu staðfest við fréttastofu hvers eðlis útkallið var, en heyra mátti mikið sírenuvæl í miðbænum og sjónarvottar sáu bæði lögreglu- og sjúkrabíla á mikilli hraðferð í miðborginni þegar klukkan var farin að ganga miðnætti.
Líkt og áður segir herma heimildir fréttastofu að um alvarlega líkamsárás hafi verið að ræða.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.