Létu ungmenni millifæra á sig fé með ofbeldi og hótunum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:11 Mennirnir réðust að ungmennum við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira