Varhugaverður tími en traust lagt á leiðsögumenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 17:52 Leit var hætt á Beriðarmerkurjökli í dag. Sveinn Kristján ræddi leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. vísir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar. Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent