„Hjartað langaði að halda áfram að eilífu“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 08:01 Alfreð í leiknum sögulega gegn Argentínu á HM í Rússlandi þar sem hann skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. vísir/getty Það urðu tímamót hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar er markahrókurinn Alfreð Finnbogason tilkynnti að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Alfreð spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2010 gegn Færeyjum. Þegar upp var staðið hafði Alfreð náð að spila 73 landsleiki og hann skoraði 18 mörk í þeim leikjum. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrr í sumar. „Ég byrjaði að hugsa þetta vel og innilega eftir landsleikina í mars. Í fyrsta skipti í langan tíma kom ég ekkert við sögu og mér fannst vera breytingar varðandi mitt mikilvægi inn á vellinum. Ég hef verið með þetta í maganum í nokkra mánuði og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn núna. Sú tilfinning hefur ekkert farið frá mér síðan,“ segir Alfreð við íþróttadeild en það breytir því ekki að ákvörðunin var engu að síður erfið. Erfitt að sætta sig við að vera á eldri árum í boltanum „Ég var að fara með þetta fram og til baka. Þetta var erfitt og það er erfitt að sætta sig við að maður er kominn á eldri árin í fótboltanum. Hjartaðlangaði að halda áfram að eilífu. Því meira sem ég hef hugsað um þetta finnst mér tímapunkturinn vera réttur. Það eru kynslóðaskipti og það eru góðir menn í minni stöðu núna sem geta tekið við keflinu.“ Alfreð spjallaði við Åge Hareide landsliðsþjálfara í byrjun ágúst en tók endanlega ákvörðun í síðustu viku. Er mjög stoltur Hann hefur eðli málsins samkvæmt safnað mörgun góðum minningum í bankann og horfir sáttur til baka á landsliðsferilinn. „Það eru mörg augnablik en ef ég á að taka út eitt augnablik er það auðvitað að skora á HM. Í stóru myndinni er það auðvitað að fara á stórmót sem Íslendingur. Það er eitthvað sem var ekkert mjög raunhæfur möguleiki fyrir nokkrum árum,“ segir Alfreð stoltur. „Að vera einn 23 leikmanna sem var fyrir Íslands hönd á EM og HM er eitthvað sem gerir mig ótrúlega stoltan. Svo er það auðvitað þessi vinátta leikmanna sem er sérstök og eitthvað sem mun endast út ævina.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Alfreð spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2010 gegn Færeyjum. Þegar upp var staðið hafði Alfreð náð að spila 73 landsleiki og hann skoraði 18 mörk í þeim leikjum. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrr í sumar. „Ég byrjaði að hugsa þetta vel og innilega eftir landsleikina í mars. Í fyrsta skipti í langan tíma kom ég ekkert við sögu og mér fannst vera breytingar varðandi mitt mikilvægi inn á vellinum. Ég hef verið með þetta í maganum í nokkra mánuði og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn núna. Sú tilfinning hefur ekkert farið frá mér síðan,“ segir Alfreð við íþróttadeild en það breytir því ekki að ákvörðunin var engu að síður erfið. Erfitt að sætta sig við að vera á eldri árum í boltanum „Ég var að fara með þetta fram og til baka. Þetta var erfitt og það er erfitt að sætta sig við að maður er kominn á eldri árin í fótboltanum. Hjartaðlangaði að halda áfram að eilífu. Því meira sem ég hef hugsað um þetta finnst mér tímapunkturinn vera réttur. Það eru kynslóðaskipti og það eru góðir menn í minni stöðu núna sem geta tekið við keflinu.“ Alfreð spjallaði við Åge Hareide landsliðsþjálfara í byrjun ágúst en tók endanlega ákvörðun í síðustu viku. Er mjög stoltur Hann hefur eðli málsins samkvæmt safnað mörgun góðum minningum í bankann og horfir sáttur til baka á landsliðsferilinn. „Það eru mörg augnablik en ef ég á að taka út eitt augnablik er það auðvitað að skora á HM. Í stóru myndinni er það auðvitað að fara á stórmót sem Íslendingur. Það er eitthvað sem var ekkert mjög raunhæfur möguleiki fyrir nokkrum árum,“ segir Alfreð stoltur. „Að vera einn 23 leikmanna sem var fyrir Íslands hönd á EM og HM er eitthvað sem gerir mig ótrúlega stoltan. Svo er það auðvitað þessi vinátta leikmanna sem er sérstök og eitthvað sem mun endast út ævina.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira