Styttur af Bakkabræðrum afhjúpaðar á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2024 17:06 Þriðja styttan ný afhjúpuð í morgun, spenntir nemendur fylgjast með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Styttur af Bakkabræðrunum þeim Gísla, Eiríki og Helga voru afhjúpaðar í morgun á göngustíg ofan Dalvíkur af nemendum Dalvíkurskóla. Ástæðan er sú að bræðurnir voru frá bænum Bakka í Svarfaðardal en skemmtilegu sögurnar af þeim bræðrum þekkja flestir. „Síðastliðinn vetur hönnuðu nemendur skólans þessa ágætu bræður. Smíðakarlarnir eru í fullri stærð og á þeim má finna QR kóða, sem hægt er að skanna með myndavél úr síma til að hlusta á skemmtisögur af þeim bræðrum. Þau Sunneva Björk Aradóttir, Hörður Högni Skaftason og Bríet Þóra Karlsdóttir, sigurvegarar Dalvíkurskóla í stóru upplestrarkeppninni sáu um upplesturinn og Bil Guðröðardóttir, sem útskrifaðist úr Dalvíkurskóla 2022 teiknaði karlana með aðstoð Skapta myndmenntakennara. Margir nemendur komu síðan að verkefninu á þemadögum sem við vorum með um heimabyggðina vorið 2024,” segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari við skólann og bætir við. Nemendur ættaðir frá Bakka í Svarfaðardal afhjúpuðu alla þrjá bræðurna.Aðsend „Nú hafa þeir bræður strokið úr Dalvíkurskóla og hafa komið sér fyrir á göngustígnum góða fyrir ofan skógarreitinn Bögg. Fallegir tréhringir prýða einnig nokkur tré í Bögg, en á þeim eru teiknaðar myndir úr sögunum eftir nemendur. Þetta var skemmtilegt samvinnuverkefni margra nemenda og óhætt að segja að verkefnið samþætti margar námsgreinar, svo sem íslensku, sköpun, samfélagsfræði, upplýsingatækni , náttúrufræði, útivist og hreyfingu.” Í morgun voru þeir bræður afhjúpaðir við hátíðlega athöfn í Bögg. Nemendur í 4. bekk leiddu söng um Bakkabræður sem Lovísa María Sigurgeirsdóttir samdi textann við, Friðrik Arnarson skólastjóri hélt stutta tölu og síðan var QR kóðinn prófaður og allir hlustuðu á söguna. Bræðurnir sóma sér vel fyrir ofan skógarreitinn Bögg.Hér er einn þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Dalvík og íbúar í næsta nágrenni og gestir eru hvattir til að fá sér göngutúr um stígana góðu ofan við og inni í Bögg, heilsa upp á bræðurna og hlusta á skemmtisögur af þeim. Bakkabræður munu dvelja við stígana eitthvað fram á haust, en þá munu þeir flýja í hús og bíða af sér veturinn. Með hækkandi sól næsta vor munu þeir eflaust koma sér fyrir aftur á göngustígnum. Friðrik Arnarson, skólastjóri heldur hér stutta tölu um verkefnið, sem tókst einstaklega vel.Aðsend Dalvíkurbyggð Styttur og útilistaverk Menning Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Síðastliðinn vetur hönnuðu nemendur skólans þessa ágætu bræður. Smíðakarlarnir eru í fullri stærð og á þeim má finna QR kóða, sem hægt er að skanna með myndavél úr síma til að hlusta á skemmtisögur af þeim bræðrum. Þau Sunneva Björk Aradóttir, Hörður Högni Skaftason og Bríet Þóra Karlsdóttir, sigurvegarar Dalvíkurskóla í stóru upplestrarkeppninni sáu um upplesturinn og Bil Guðröðardóttir, sem útskrifaðist úr Dalvíkurskóla 2022 teiknaði karlana með aðstoð Skapta myndmenntakennara. Margir nemendur komu síðan að verkefninu á þemadögum sem við vorum með um heimabyggðina vorið 2024,” segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari við skólann og bætir við. Nemendur ættaðir frá Bakka í Svarfaðardal afhjúpuðu alla þrjá bræðurna.Aðsend „Nú hafa þeir bræður strokið úr Dalvíkurskóla og hafa komið sér fyrir á göngustígnum góða fyrir ofan skógarreitinn Bögg. Fallegir tréhringir prýða einnig nokkur tré í Bögg, en á þeim eru teiknaðar myndir úr sögunum eftir nemendur. Þetta var skemmtilegt samvinnuverkefni margra nemenda og óhætt að segja að verkefnið samþætti margar námsgreinar, svo sem íslensku, sköpun, samfélagsfræði, upplýsingatækni , náttúrufræði, útivist og hreyfingu.” Í morgun voru þeir bræður afhjúpaðir við hátíðlega athöfn í Bögg. Nemendur í 4. bekk leiddu söng um Bakkabræður sem Lovísa María Sigurgeirsdóttir samdi textann við, Friðrik Arnarson skólastjóri hélt stutta tölu og síðan var QR kóðinn prófaður og allir hlustuðu á söguna. Bræðurnir sóma sér vel fyrir ofan skógarreitinn Bögg.Hér er einn þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Dalvík og íbúar í næsta nágrenni og gestir eru hvattir til að fá sér göngutúr um stígana góðu ofan við og inni í Bögg, heilsa upp á bræðurna og hlusta á skemmtisögur af þeim. Bakkabræður munu dvelja við stígana eitthvað fram á haust, en þá munu þeir flýja í hús og bíða af sér veturinn. Með hækkandi sól næsta vor munu þeir eflaust koma sér fyrir aftur á göngustígnum. Friðrik Arnarson, skólastjóri heldur hér stutta tölu um verkefnið, sem tókst einstaklega vel.Aðsend
Dalvíkurbyggð Styttur og útilistaverk Menning Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira