Bylting í skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2024 19:21 Það lá vel á Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra þegar skrifað var undir samning um húsnæði fyrir nýtt bókasafn í hjarta Hafnarfjarðar. Vísir/HMP Í dag var gengið frá samkomulagi um mestu framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Alger bylting verður á í nýjum húsakosti bókasafns bæjarins, að sögn bæjarstjórans. Hér sést hvernig hin nýja bygging tengist verslunarmiðstöðinni Fjörður, sem einnig mun fá andlitslyftingu.Hafnarfjarðarbær Haldið var upp á það í dag að nýbygging við hlið verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður er nú fokheld. Bæjarstjóri og verktakar skrifuðu undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á nýrri hæð fyrir bókasafn bæjarins fyrir 1,1 milljarð króna en auk þess verða átján hótelíbúðir og 31 almenn íbúð í byggingunni sem tengist eldri byggingu Fjarðar. Á jarðhæð verður síðan verslunar- og þjónustuhúsnæði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir miðbæinn. Rósa Guðbjartsdóttir segir ný húsakynni hins 102 ára gamla Bókasafns Hjafarfjarðar bjóða upp á nútímaþjónustu. Mikil áherls verði lögð á þjónustu við börn.Vísir/HMP „Við erum hérna að ganga frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Sem er 102 ára gamalt og er merk menningarstofnun og mikilvægt í okkar samfélagi. Þessar breytingar verða bylting vil ég segja,“ sagði Rósa að lokinni undirritun samninga í reisugilli síðdegis. Nýbyggingin tengist gamla Firði sem einnig muni fá mikla endurnýjun. Bókasafnið fari úr fjögurra hæða byggingu á eina hæð í nýju og glæsilegu húsi í hjarta miðbæjarins. Með þessu verði bókasafnið nútímavætt og þjónustan efld til muna og í takti við nútíma kröfur. Nýja bókasafnið verður stórglæsilegt og allt á einni hæð. Gamla safnið er á fjórum hæðum í dag.Hafnarfjarðarbær „Við sjáum að nútíma bókasöfn eru orðin nokkurs konar þekkingar- eða margmiðlunarsetur. Þar sem fólk kemur til að njóta næðis, til að næra andann, til að vera saman og fá sér kaffisopa. Og ekki síst verður áhersla á mjög góða barnadeild. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að fá börnin hingað með foreldrum sínum og öðrum,“ segir bæjarstjórinn. Með þessu nýja húsi verði mikil breyting á miðbæ Hafnarfjarðar enda húsið á stórri lóð sem staðið hafi auð í áratugi. Hér má sjá nokkurs konar torg inni í miðju bókasafninu.Hafnarfjarðarbær „Þetta er stærsta framkvæmd í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Hér verða íbúðir, nýtt verslunarrými, bókasafnið, hótel. Þetta verður alveg stórkostlegt og mun valda straumhvörfum vil ég segja fyrir okkur hér. Efla þjónustu og verslun og annað hérna í miðbænum. Þannig að við erum hæstánægð. Þetta er stór dagur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hafnarfjörður Byggingariðnaður Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Hér sést hvernig hin nýja bygging tengist verslunarmiðstöðinni Fjörður, sem einnig mun fá andlitslyftingu.Hafnarfjarðarbær Haldið var upp á það í dag að nýbygging við hlið verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður er nú fokheld. Bæjarstjóri og verktakar skrifuðu undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á nýrri hæð fyrir bókasafn bæjarins fyrir 1,1 milljarð króna en auk þess verða átján hótelíbúðir og 31 almenn íbúð í byggingunni sem tengist eldri byggingu Fjarðar. Á jarðhæð verður síðan verslunar- og þjónustuhúsnæði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir miðbæinn. Rósa Guðbjartsdóttir segir ný húsakynni hins 102 ára gamla Bókasafns Hjafarfjarðar bjóða upp á nútímaþjónustu. Mikil áherls verði lögð á þjónustu við börn.Vísir/HMP „Við erum hérna að ganga frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Sem er 102 ára gamalt og er merk menningarstofnun og mikilvægt í okkar samfélagi. Þessar breytingar verða bylting vil ég segja,“ sagði Rósa að lokinni undirritun samninga í reisugilli síðdegis. Nýbyggingin tengist gamla Firði sem einnig muni fá mikla endurnýjun. Bókasafnið fari úr fjögurra hæða byggingu á eina hæð í nýju og glæsilegu húsi í hjarta miðbæjarins. Með þessu verði bókasafnið nútímavætt og þjónustan efld til muna og í takti við nútíma kröfur. Nýja bókasafnið verður stórglæsilegt og allt á einni hæð. Gamla safnið er á fjórum hæðum í dag.Hafnarfjarðarbær „Við sjáum að nútíma bókasöfn eru orðin nokkurs konar þekkingar- eða margmiðlunarsetur. Þar sem fólk kemur til að njóta næðis, til að næra andann, til að vera saman og fá sér kaffisopa. Og ekki síst verður áhersla á mjög góða barnadeild. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að fá börnin hingað með foreldrum sínum og öðrum,“ segir bæjarstjórinn. Með þessu nýja húsi verði mikil breyting á miðbæ Hafnarfjarðar enda húsið á stórri lóð sem staðið hafi auð í áratugi. Hér má sjá nokkurs konar torg inni í miðju bókasafninu.Hafnarfjarðarbær „Þetta er stærsta framkvæmd í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Hér verða íbúðir, nýtt verslunarrými, bókasafnið, hótel. Þetta verður alveg stórkostlegt og mun valda straumhvörfum vil ég segja fyrir okkur hér. Efla þjónustu og verslun og annað hérna í miðbænum. Þannig að við erum hæstánægð. Þetta er stór dagur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Hafnarfjörður Byggingariðnaður Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira