Arnar gefur engan slaka: „Það er bara ekki í boði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 12:01 Arnar Gunnlaugsson segir fara vel um menn í Andorra. vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hugsar ekkert um leik helgarinnar við Val þegar kemur að liðsvali fyrir Evrópuleik kvöldsins við Santa Coloma í Andorra. Víkingar leiða einvígið 5-0. Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Sjá meira
Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Sjá meira