Lífið

Veggja­list blómstrar í Reykja­vík sem aldrei fyrr

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz standa hér við eitt af uppáhaldsverkum Adams í Reykjavík. Verkið er á húsi Andrýmis við Bergþórugötu 20 og er Natka höfundur þess ásamt Krot og Krass.
Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz standa hér við eitt af uppáhaldsverkum Adams í Reykjavík. Verkið er á húsi Andrýmis við Bergþórugötu 20 og er Natka höfundur þess ásamt Krot og Krass. Reykjavíkurborg

Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr. Sífellt fæðast ný verk og við höfum tekið yfir 160 vegglistaverk saman á kort svo auðveldara sé að finna verkin og njóta þeirra.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. 

Þar kemur fram að veggjalist eigi sér langa sögu og Reykjavík nútímans sé rík af fallegum vegglistaverkum. 

„Þessi fjölbreyttu og spennandi listaverk eru allt í kringum okkur en þau eru misáberandi og leynast jafnvel á óvæntum stöðum; leyndar perlur sem lífga upp á hversdaginn okkar. 

Veggjalist í borginni hefur verið safnað saman á kort um nokkurt skeið og eru nú rúmlega 160 verk á kortinu. Um er að ræða vegglistaverk utandyra innan borgarmarka Reykjavíkur en vert er að taka fram að listinn er alls ekki tæmandi og kortið er í sífelldri uppfærslu enda er landslag veggjalistarinnar síbreytilegt, verk hverfa og ný bætast við,“ segir í tilkynningunni á vef borgarinnar.

Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz hafa velt veggjalist mikið fyrir sér og þekkja vel til. Hún er myndlistarkona sem hannar til dæmis plaköt fyrir menningarviðburði og ýmis samfélagsleg málefni en hefur einnig skapað veggjalist, meðal annars í Reykjavík. Adam er fagstjóri í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og hefur komið að mörgum sýningum og verkefnum sem tengjast list í almannarými. 

Þau eru sammála um að veggjalist í Reykjavík sé í miklum blóma. „Senan er mjög virk,“ er haft eftir Natka.

„Oft er þetta sama fólkið eða hóparnir á bakvið verkin en við fáum líka gesti sem skapa verk hér á landi.“

Að neðan má sjá dæmi um nokkur þau listaverk sem finna má í borgarlandinu.

Verkið „Flatus lifir“ er áberandi þegar keyrt er um Vesturlandsveg við Esjurætur.

Reykjavíkurborg

Verkið sem Natka gerði með Amnesty á Kaffihús Vesturbæjar.

Reykjavíkurborg

Hér má sjá verk Arnars Ásgeirssonar við Óðinstorg.

Reykjavíkurborg

Risastórt verk Arnórs Kára og Stefáns Óla við Sundahöfn.

Reykjavíkurborg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.