Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 14:02 Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz standa hér við eitt af uppáhaldsverkum Adams í Reykjavík. Verkið er á húsi Andrýmis við Bergþórugötu 20 og er Natka höfundur þess ásamt Krot og Krass. Reykjavíkurborg Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr. Sífellt fæðast ný verk og við höfum tekið yfir 160 vegglistaverk saman á kort svo auðveldara sé að finna verkin og njóta þeirra. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að veggjalist eigi sér langa sögu og Reykjavík nútímans sé rík af fallegum vegglistaverkum. „Þessi fjölbreyttu og spennandi listaverk eru allt í kringum okkur en þau eru misáberandi og leynast jafnvel á óvæntum stöðum; leyndar perlur sem lífga upp á hversdaginn okkar. Veggjalist í borginni hefur verið safnað saman á kort um nokkurt skeið og eru nú rúmlega 160 verk á kortinu. Um er að ræða vegglistaverk utandyra innan borgarmarka Reykjavíkur en vert er að taka fram að listinn er alls ekki tæmandi og kortið er í sífelldri uppfærslu enda er landslag veggjalistarinnar síbreytilegt, verk hverfa og ný bætast við,“ segir í tilkynningunni á vef borgarinnar. Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz hafa velt veggjalist mikið fyrir sér og þekkja vel til. Hún er myndlistarkona sem hannar til dæmis plaköt fyrir menningarviðburði og ýmis samfélagsleg málefni en hefur einnig skapað veggjalist, meðal annars í Reykjavík. Adam er fagstjóri í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og hefur komið að mörgum sýningum og verkefnum sem tengjast list í almannarými. Þau eru sammála um að veggjalist í Reykjavík sé í miklum blóma. „Senan er mjög virk,“ er haft eftir Natka. „Oft er þetta sama fólkið eða hóparnir á bakvið verkin en við fáum líka gesti sem skapa verk hér á landi.“ Að neðan má sjá dæmi um nokkur þau listaverk sem finna má í borgarlandinu. Verkið „Flatus lifir“ er áberandi þegar keyrt er um Vesturlandsveg við Esjurætur. Reykjavíkurborg Verkið sem Natka gerði með Amnesty á Kaffihús Vesturbæjar. Reykjavíkurborg Hér má sjá verk Arnars Ásgeirssonar við Óðinstorg. Reykjavíkurborg Risastórt verk Arnórs Kára og Stefáns Óla við Sundahöfn. Reykjavíkurborg Myndlist Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að veggjalist eigi sér langa sögu og Reykjavík nútímans sé rík af fallegum vegglistaverkum. „Þessi fjölbreyttu og spennandi listaverk eru allt í kringum okkur en þau eru misáberandi og leynast jafnvel á óvæntum stöðum; leyndar perlur sem lífga upp á hversdaginn okkar. Veggjalist í borginni hefur verið safnað saman á kort um nokkurt skeið og eru nú rúmlega 160 verk á kortinu. Um er að ræða vegglistaverk utandyra innan borgarmarka Reykjavíkur en vert er að taka fram að listinn er alls ekki tæmandi og kortið er í sífelldri uppfærslu enda er landslag veggjalistarinnar síbreytilegt, verk hverfa og ný bætast við,“ segir í tilkynningunni á vef borgarinnar. Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz hafa velt veggjalist mikið fyrir sér og þekkja vel til. Hún er myndlistarkona sem hannar til dæmis plaköt fyrir menningarviðburði og ýmis samfélagsleg málefni en hefur einnig skapað veggjalist, meðal annars í Reykjavík. Adam er fagstjóri í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og hefur komið að mörgum sýningum og verkefnum sem tengjast list í almannarými. Þau eru sammála um að veggjalist í Reykjavík sé í miklum blóma. „Senan er mjög virk,“ er haft eftir Natka. „Oft er þetta sama fólkið eða hóparnir á bakvið verkin en við fáum líka gesti sem skapa verk hér á landi.“ Að neðan má sjá dæmi um nokkur þau listaverk sem finna má í borgarlandinu. Verkið „Flatus lifir“ er áberandi þegar keyrt er um Vesturlandsveg við Esjurætur. Reykjavíkurborg Verkið sem Natka gerði með Amnesty á Kaffihús Vesturbæjar. Reykjavíkurborg Hér má sjá verk Arnars Ásgeirssonar við Óðinstorg. Reykjavíkurborg Risastórt verk Arnórs Kára og Stefáns Óla við Sundahöfn. Reykjavíkurborg
Myndlist Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira