Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 22:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur ekki ásættanlegt að Íslendingar geti ekki haldið úti einni gamalli flugvél til þess að gæta lögsögunnar. Vísir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið fjarri góðu gamni vegna bilunar undanfarna mánuði. Hún hefur einnig verið löngum stundum suður í Miðjarðarhafi við eftirlit fyrir Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði gloppur í starfsemi stofnunarinnar á meðan flugvélarinnar nyti ekki við í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eins og aðstæður eru í veröldinni í dag þá teljum við þetta ekki fullnægjandi gæslu eins og hún er,“ sagði Georg. Eins og gæslunni væri núna háttað gætu óprúttnir aðilar sem vilji fara huldu höfði auðveldlega komist upp að ströndum landsins og inn í afskekkta firði án þess að Landhelgisgæslan hefði hugmynd um það. Gæslan teldi sig meðal annars hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að fíkniefni væru flutt sjóleiðina til landsins. Oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir við sæstrengi Ýmsar aðrar ógnir steðjuðu að landinu, að sögn Georgs. Hingað gætu komið skip frá óvinveittum þjóðum í óþekktum tilgangi, smygskip, fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar og annars konar botnstarfsemi. Sem dæmi um botnstarfsemi nefndi Georg stór skip sem kæmu til þess að sækja verðmæti úr flökum, allt að þrjá kílómetra niður á hafsbotn. Ekki væri víst að Landhelgisgæslan yrði slíkra skipa vör. „Við erum að tala um mengun líka, innviði okkar verðmætu sem eru sæstrengirnir sem eru ekki nógu vel varðir,“ sagði Georg Gæslan hafi oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir nálægt sæstrengjum við landið. Um borð í TF-SIF. Vélin hefur dvalið langdvölum í útlöndum undanfarin ár en hún hefur verið framlag Íslands til Schengen-samstarfsins.Landhelgisgæslan Óásættanleg staða að geta ekki haldið úti einni flugvél Þrátt fyrir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, væri orðin fimmtán ára gömul sagði Georg hana gríðarlega öfluga. Hún væri búin öflugum radar- og myndavélabúnaði, hitaskyjnara og öllu því sem til þyrfti til að finna skip og annað sem flýtur ávatni. „Það má segja að hún geti fundið allt nema kafbáta,“ sagði forstjórinn. Með því að fljúga vélinni um það bil tvisvar í viku væri hægt að ná góðri yfirsýn yfir alla umferð um lögsögu Íslands. Georg sagðist áætla að það kostaði á bilinu þjúhundruð og fimmtíu til fjögur hundruð milljónir króna á ári. Flugvélin sinnti vissulega mikilvægu starfi, ekki síst yfir Miðjarðarhafi, og hún væri öflugt framlag landsins til Schengen-samstarfsins. Georg sagðist ekki telja óeðlilegt að vélin væri einn til tvo mánuði á ári í slíkum verkefnum. „En ekki stærstan hluta ársins eins og nú er orðið,“ sagði hann. Það væri lágmark að hans mati fyrir eyríki í miðju Atlantshafi sem eigi mikið undir hafinu að reka að minnsta kosti eina flugvél til þess að gæta landhelginnar. „Þessi staða sem nú er að geta ekki haldið úti einni fimmtán ára gamalli vél er aldeilis óásættanleg.“ Hafið Sæstrengir Landhelgisgæslan Rekstur hins opinbera Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Sjá meira
Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið fjarri góðu gamni vegna bilunar undanfarna mánuði. Hún hefur einnig verið löngum stundum suður í Miðjarðarhafi við eftirlit fyrir Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði gloppur í starfsemi stofnunarinnar á meðan flugvélarinnar nyti ekki við í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eins og aðstæður eru í veröldinni í dag þá teljum við þetta ekki fullnægjandi gæslu eins og hún er,“ sagði Georg. Eins og gæslunni væri núna háttað gætu óprúttnir aðilar sem vilji fara huldu höfði auðveldlega komist upp að ströndum landsins og inn í afskekkta firði án þess að Landhelgisgæslan hefði hugmynd um það. Gæslan teldi sig meðal annars hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að fíkniefni væru flutt sjóleiðina til landsins. Oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir við sæstrengi Ýmsar aðrar ógnir steðjuðu að landinu, að sögn Georgs. Hingað gætu komið skip frá óvinveittum þjóðum í óþekktum tilgangi, smygskip, fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar og annars konar botnstarfsemi. Sem dæmi um botnstarfsemi nefndi Georg stór skip sem kæmu til þess að sækja verðmæti úr flökum, allt að þrjá kílómetra niður á hafsbotn. Ekki væri víst að Landhelgisgæslan yrði slíkra skipa vör. „Við erum að tala um mengun líka, innviði okkar verðmætu sem eru sæstrengirnir sem eru ekki nógu vel varðir,“ sagði Georg Gæslan hafi oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir nálægt sæstrengjum við landið. Um borð í TF-SIF. Vélin hefur dvalið langdvölum í útlöndum undanfarin ár en hún hefur verið framlag Íslands til Schengen-samstarfsins.Landhelgisgæslan Óásættanleg staða að geta ekki haldið úti einni flugvél Þrátt fyrir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, væri orðin fimmtán ára gömul sagði Georg hana gríðarlega öfluga. Hún væri búin öflugum radar- og myndavélabúnaði, hitaskyjnara og öllu því sem til þyrfti til að finna skip og annað sem flýtur ávatni. „Það má segja að hún geti fundið allt nema kafbáta,“ sagði forstjórinn. Með því að fljúga vélinni um það bil tvisvar í viku væri hægt að ná góðri yfirsýn yfir alla umferð um lögsögu Íslands. Georg sagðist áætla að það kostaði á bilinu þjúhundruð og fimmtíu til fjögur hundruð milljónir króna á ári. Flugvélin sinnti vissulega mikilvægu starfi, ekki síst yfir Miðjarðarhafi, og hún væri öflugt framlag landsins til Schengen-samstarfsins. Georg sagðist ekki telja óeðlilegt að vélin væri einn til tvo mánuði á ári í slíkum verkefnum. „En ekki stærstan hluta ársins eins og nú er orðið,“ sagði hann. Það væri lágmark að hans mati fyrir eyríki í miðju Atlantshafi sem eigi mikið undir hafinu að reka að minnsta kosti eina flugvél til þess að gæta landhelginnar. „Þessi staða sem nú er að geta ekki haldið úti einni fimmtán ára gamalli vél er aldeilis óásættanleg.“
Hafið Sæstrengir Landhelgisgæslan Rekstur hins opinbera Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Sjá meira