Blæs á gagnrýni á bjartari Friðarsúlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 12:31 Friðarsúlan verður tendruð samkvæmt áætlun 9. október, á afmælisdag John Lennon. Vísir/Vilhelm Friðarsúlan í Viðey mun skína skærar eftir að viðgerð á henni lýkur í september. Ristjóri Stjörnufræðivefsins gagnrýnir breytinguna en borgarfulltrúi segir verkið eiga enn meira erindi nú en áður og fólk hljóti að geta lifað með skærari geisla. Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“ Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“
Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31
Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31