Of snemmt að segja til um landris Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 13:29 Frá gosstöðvunum. Vísir/Vilhelm Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. Skyggni á Reykjanesi er lítið sem stendur, þannig að myndavélar Veðurstofunnar sem sýna stöðuna við gosið á Sundhnúksgígaröðinni nýtast ekki allar sem skyldi. „En á þeim myndavélum sem við sjáum þá gengur þetta sinn gang, eins og það hefur gert. Það sást líka í nótt að það voru tveir strókar virkir, annar stærri en hinn. Hraun virtist vera að renna í norður og norðvestur mestmegnis,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Bíða og sjá Mikil loftmengun stafaði frá gosstöðvunum í gær, og útlit fyrir að svo verði áfram. Þá einkum í Vogum og á Suðurnesjum. Í Njarðvík og Garði mælist einnig töluvert af svifryki sem stafi af gróðureldum. „Við erum ekki að mæla mjög há gildi núna, en mér skildist á viðbragðsaðilum í morgun að það væri greinilegt að blámóðan væri að fara á milli Voga og Njarðvíkur í morgun.“ Á samfélagsmiðlum hafa birst fullyrðingar um að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að enn gjósi. Salóme segir of snemmt að segja til um það, þó líklegt sé talið að sú verði raunin. „Við sáum það nú í síðasta gosi að þá seig land viku eftir að það byrjaði að gjósa og svo tók það að rísa aftur. Það er eitthvað sem við búumst alveg við að sjá aftur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Skyggni á Reykjanesi er lítið sem stendur, þannig að myndavélar Veðurstofunnar sem sýna stöðuna við gosið á Sundhnúksgígaröðinni nýtast ekki allar sem skyldi. „En á þeim myndavélum sem við sjáum þá gengur þetta sinn gang, eins og það hefur gert. Það sást líka í nótt að það voru tveir strókar virkir, annar stærri en hinn. Hraun virtist vera að renna í norður og norðvestur mestmegnis,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Bíða og sjá Mikil loftmengun stafaði frá gosstöðvunum í gær, og útlit fyrir að svo verði áfram. Þá einkum í Vogum og á Suðurnesjum. Í Njarðvík og Garði mælist einnig töluvert af svifryki sem stafi af gróðureldum. „Við erum ekki að mæla mjög há gildi núna, en mér skildist á viðbragðsaðilum í morgun að það væri greinilegt að blámóðan væri að fara á milli Voga og Njarðvíkur í morgun.“ Á samfélagsmiðlum hafa birst fullyrðingar um að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að enn gjósi. Salóme segir of snemmt að segja til um það, þó líklegt sé talið að sú verði raunin. „Við sáum það nú í síðasta gosi að þá seig land viku eftir að það byrjaði að gjósa og svo tók það að rísa aftur. Það er eitthvað sem við búumst alveg við að sjá aftur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00