Hvetur Íslendinga til að minnast Sarkic sem var í fríi með íslenskri konu Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 11:03 Matija Sarkic í síðasta landsleik sínum fyrir Svartfjallaland, þar sem hann var maður leiksins í tapi gegn Belgum. Getty/Alex Gottschalk Svartfellingar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á föstudaginn í sínum fyrsta leik eftir andlát markvarðar liðsins, Matija Sarkic, sem lést í júní 26 ára að aldri. Leikurinn á föstudag er í fyrstu umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta og kom íslenska liðið saman til æfinga í Reykjavík í gær. Gestirnir frá Svartfjallalandi eru svo væntanlegir en þeir verða án Sarkic sem hafði verið besti maður liðsins í síðasta landsleik sem hann spilaði, 2-0 tapi gegn stórliði Belga 5. júní. Tíu dögum eftir þann leik lést Sarkic en hann var þá í sumarfríi með kærustu sinni Phoebe, gömlum liðsfélaga úr Aston Villa, Oscar Borg (fyrrverandi leikmanni Stjörnunnar og Hauka), og íslenskri kærustu Borgs, Þórhildi Björgvinsdóttur, í bænum Budva í Svartfjallalandi. Fjölskyldu hans var tjáð að hann hefði fengið skyndilega hjartabilun. Blaðamaðurinn Vladimir Novak skrifar grein um svartfellska liðið í Morgunblaðinu í dag og hvetur þar Knattspyrnusamband Íslands til þess að minnast Sarkic. „Á heimaleiknum gegn Wales næsta mánudag verður einnar mínútu þögn, eða einnar mínútu klapp, til heiðurs Matija Sarkic. Ég þekki ekki reglur UEFA um slíkt en það yrði fallega gert af Knattspyrnusambandi Íslands ef það hefði mínútu þögn til heiðurs Matija Sarkic á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið,“ skrifar Novak. Leikmenn Wolves og Chelsea heiðruðu minningu Matija Sarkic fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, en Sarkic var á sínum tíma leikmaður Wolves.Getty/Malcolm Couzens Sarkic var leikmaður Millwall á Englandi þegar hann lést, en hafði áður verið á mála hjá bæði Wolves og Aston Villa og farið víða um England sem lánsmaður. Hans var því víða minnst á leikvöngum á Englandi þegar leiktíðin þar hófst í ágúst. Jovetic enn stærsta stjarna liðsins Novak bendir á að nokkra leikmenn vanti í svartfellska hópinn vegna meiðsla og að óvissa ríki um miðvörðinn þekkta Stefan Savic, sem lengi lék í vörn Atlético Madrid, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er nú orðinn leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi. Stærsta stjarna Svartfjallalands sé hins vegar enn Stevan Jovetic, sem verður 35 ára í haust. Hann er án félags eftir að hafa síðast leikið með Olympiacos, en lék áður með liðum á borð við Fiorentina, Manchester City, Inter og Monaco. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Leikurinn á föstudag er í fyrstu umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta og kom íslenska liðið saman til æfinga í Reykjavík í gær. Gestirnir frá Svartfjallalandi eru svo væntanlegir en þeir verða án Sarkic sem hafði verið besti maður liðsins í síðasta landsleik sem hann spilaði, 2-0 tapi gegn stórliði Belga 5. júní. Tíu dögum eftir þann leik lést Sarkic en hann var þá í sumarfríi með kærustu sinni Phoebe, gömlum liðsfélaga úr Aston Villa, Oscar Borg (fyrrverandi leikmanni Stjörnunnar og Hauka), og íslenskri kærustu Borgs, Þórhildi Björgvinsdóttur, í bænum Budva í Svartfjallalandi. Fjölskyldu hans var tjáð að hann hefði fengið skyndilega hjartabilun. Blaðamaðurinn Vladimir Novak skrifar grein um svartfellska liðið í Morgunblaðinu í dag og hvetur þar Knattspyrnusamband Íslands til þess að minnast Sarkic. „Á heimaleiknum gegn Wales næsta mánudag verður einnar mínútu þögn, eða einnar mínútu klapp, til heiðurs Matija Sarkic. Ég þekki ekki reglur UEFA um slíkt en það yrði fallega gert af Knattspyrnusambandi Íslands ef það hefði mínútu þögn til heiðurs Matija Sarkic á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið,“ skrifar Novak. Leikmenn Wolves og Chelsea heiðruðu minningu Matija Sarkic fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, en Sarkic var á sínum tíma leikmaður Wolves.Getty/Malcolm Couzens Sarkic var leikmaður Millwall á Englandi þegar hann lést, en hafði áður verið á mála hjá bæði Wolves og Aston Villa og farið víða um England sem lánsmaður. Hans var því víða minnst á leikvöngum á Englandi þegar leiktíðin þar hófst í ágúst. Jovetic enn stærsta stjarna liðsins Novak bendir á að nokkra leikmenn vanti í svartfellska hópinn vegna meiðsla og að óvissa ríki um miðvörðinn þekkta Stefan Savic, sem lengi lék í vörn Atlético Madrid, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er nú orðinn leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi. Stærsta stjarna Svartfjallalands sé hins vegar enn Stevan Jovetic, sem verður 35 ára í haust. Hann er án félags eftir að hafa síðast leikið með Olympiacos, en lék áður með liðum á borð við Fiorentina, Manchester City, Inter og Monaco.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti