Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 2 Haraldur Þór Jónsson skrifar 6. september 2024 08:00 Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram. Í viðtalinu sagði forstjórinn að Búrfellslundur myndi hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð! Þarna átti ég erfitt með að trúa mínum eigin eyrum og birti ég því hérna orðrétt texta úr umhverfismats skýrslu Búrfellslundar sem Landsvirkjun vann og kom út í mars árið 2016: Í matsskýrslu er lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á helstu áningarstaði ferðamanna og ferðaleiðir á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Matið byggir að mestu á fjarlægð vindorkuversins frá viðkomandi staðsetningu. Þjórsárdalsvegur og Landvegur, sem eru mikilvægar vegtengingar upp á miðhálendið, fara um framkvæmdasvæðið og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif af vindorkuverinu nokkuð til verulega neikvæð á þeim leiðum, háð fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Á Dómadalsleið sést einnig vel til framkvæmdasvæðisins. Næstu áningarstaðir ferðamanna við framkvæmdasvæðið eru Áfangagil og Hólaskógur. Þar verður vindorkuverið áberandi og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif þar verulega neikvæð vegna nálægðar. Þá verður vindorkuverið sýnilegt frá gönguleiðum austan Búrfells og að Hólaskógi og eru áhrif þar metin af Landsvirkjun nokkuð til verulega neikvæð, eftir fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Stöng og Gjáin eru vinsælir ferðamannastaðir í Þjórsárdal sem eru í um 3 km fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og verða vindmyllurnar sýnilegar þar frá ákveðnum stöðum. Landsvirkjun metur áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Aðrir nálægir áningarstaðir í um 5 km fjarlægð eru Fossbrekkur og Tröllkonuhlaup þar sem sjónræn áhrif eru metin talsvert til verulega neikvæð af Landsvirkjun. Leiðin eftir línuveginum að Háafossi liggur einnig nærri framkvæmdasvæðinu og metur Landsvirkjun áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Fram kemur að ekki sjáist til vindmyllnanna frá Háafossi, en frá bílastæði í nágrenni fossins verði áhrif talsvert til verulega neikvæð. Sjónræn áhrif á reiðleiðum austan Búrfells sem liggja í innan við 5 km fjarlægð frá vindmyllunum eru metin verulega neikvæð, en hins vegar eru reiðleiðir vestan Búrfells að mestu utan þess svæðis sem sést til vindorkuversins. Vindmyllurnar verða sýnilegar af hjólaleið norðan Búrfells, sem liggur innan 5 km fjarlægðar frá framkvæmdasvæðinu en af hjólaleið vestan Búrfells er talið gæta óverulegra sjónrænna áhrifa, þar sem þær eru í hvarfi. Sjónræn áhrif frá Heklutindi, Gaukshöfða og Rjúpnavöllum eru metin nokkuð neikvæð. Samkvæmt rannsóknum meðal ferðamanna sem vísað er til í matsskýrslu felst aðdráttarafl Hálendis Íslands í víðernum ásamt ýmsum eiginleikum náttúrunnar eins og fegurð, landslagi, útsýni og fjölbreytileika. Í matsskýrslunni kemur fram að 66% ferðamanna sem tóku þátt í rannsókn um viðhorf ferðamanna telja að vindmyllur minnki aðdráttarafl svæðisins, en jafnframt telja tæplega 60% að vindorkuver við Búrfell hefði ekki áhrif á ferðahegðun þeirra. Fram kemur að niðurstöður rannsóknar meðal ferðamanna bendi til þess að vindmyllur við Búrfell muni skerða upplifun hluta þeirra ferðamanna sem ferðast um svæðið. Niðurstaða Landsvirkjunar er að áhrif á ferðamenn á svæðinu verði nokkuð neikvæð á heildina litið. Þá telur Landsvirkjun að uppbygging vindorkuvers við Búrfell geti farið saman við uppbyggingu og viðgang ferðaþjónustu í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Áhrif á íbúa og ferðaþjónustuaðila eru metin nokkuð neikvæð. Ég ætla nú ekki að vera neikvæður, en á rúmlega einni blaðsíðu kemur orðið verulega neikvæð fyrir að minnsta kosti átta sinnum og orðið nokkuð neikvæð þrisvar. Hafa ber í huga að þetta er mat Landsvirkjunar, svo við getum gert okkur í hugarlund hvernig hlutlaus aðili myndi meta Búrfellslund, tala nú ekki um náttúrverndar sinni sem vill vernda Hálendi Íslands, en Búrfellslundur er einmitt fyrirhugaður á Hálendi Íslands. Einnig vil ég benda á að í upptalningu ferðamannastaða hérna að ofan eru einmitt flestir af fjölsóttustu ferðamannastöðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Orðum fylgir ábyrgð og því skora ég á forstjóra Landsvirkjunar að útskýra fyrir almenningi hvernig orð hans um að Búrfellslundur muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð geti staðist! Því miður eru fjölmörg atriði eftir til viðbótar sem þarf að leiðrétta úr þættinum og mun ég birta kafla nr. 3 á morgun. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Sjá meira
Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram. Í viðtalinu sagði forstjórinn að Búrfellslundur myndi hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð! Þarna átti ég erfitt með að trúa mínum eigin eyrum og birti ég því hérna orðrétt texta úr umhverfismats skýrslu Búrfellslundar sem Landsvirkjun vann og kom út í mars árið 2016: Í matsskýrslu er lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á helstu áningarstaði ferðamanna og ferðaleiðir á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Matið byggir að mestu á fjarlægð vindorkuversins frá viðkomandi staðsetningu. Þjórsárdalsvegur og Landvegur, sem eru mikilvægar vegtengingar upp á miðhálendið, fara um framkvæmdasvæðið og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif af vindorkuverinu nokkuð til verulega neikvæð á þeim leiðum, háð fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Á Dómadalsleið sést einnig vel til framkvæmdasvæðisins. Næstu áningarstaðir ferðamanna við framkvæmdasvæðið eru Áfangagil og Hólaskógur. Þar verður vindorkuverið áberandi og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif þar verulega neikvæð vegna nálægðar. Þá verður vindorkuverið sýnilegt frá gönguleiðum austan Búrfells og að Hólaskógi og eru áhrif þar metin af Landsvirkjun nokkuð til verulega neikvæð, eftir fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Stöng og Gjáin eru vinsælir ferðamannastaðir í Þjórsárdal sem eru í um 3 km fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og verða vindmyllurnar sýnilegar þar frá ákveðnum stöðum. Landsvirkjun metur áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Aðrir nálægir áningarstaðir í um 5 km fjarlægð eru Fossbrekkur og Tröllkonuhlaup þar sem sjónræn áhrif eru metin talsvert til verulega neikvæð af Landsvirkjun. Leiðin eftir línuveginum að Háafossi liggur einnig nærri framkvæmdasvæðinu og metur Landsvirkjun áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Fram kemur að ekki sjáist til vindmyllnanna frá Háafossi, en frá bílastæði í nágrenni fossins verði áhrif talsvert til verulega neikvæð. Sjónræn áhrif á reiðleiðum austan Búrfells sem liggja í innan við 5 km fjarlægð frá vindmyllunum eru metin verulega neikvæð, en hins vegar eru reiðleiðir vestan Búrfells að mestu utan þess svæðis sem sést til vindorkuversins. Vindmyllurnar verða sýnilegar af hjólaleið norðan Búrfells, sem liggur innan 5 km fjarlægðar frá framkvæmdasvæðinu en af hjólaleið vestan Búrfells er talið gæta óverulegra sjónrænna áhrifa, þar sem þær eru í hvarfi. Sjónræn áhrif frá Heklutindi, Gaukshöfða og Rjúpnavöllum eru metin nokkuð neikvæð. Samkvæmt rannsóknum meðal ferðamanna sem vísað er til í matsskýrslu felst aðdráttarafl Hálendis Íslands í víðernum ásamt ýmsum eiginleikum náttúrunnar eins og fegurð, landslagi, útsýni og fjölbreytileika. Í matsskýrslunni kemur fram að 66% ferðamanna sem tóku þátt í rannsókn um viðhorf ferðamanna telja að vindmyllur minnki aðdráttarafl svæðisins, en jafnframt telja tæplega 60% að vindorkuver við Búrfell hefði ekki áhrif á ferðahegðun þeirra. Fram kemur að niðurstöður rannsóknar meðal ferðamanna bendi til þess að vindmyllur við Búrfell muni skerða upplifun hluta þeirra ferðamanna sem ferðast um svæðið. Niðurstaða Landsvirkjunar er að áhrif á ferðamenn á svæðinu verði nokkuð neikvæð á heildina litið. Þá telur Landsvirkjun að uppbygging vindorkuvers við Búrfell geti farið saman við uppbyggingu og viðgang ferðaþjónustu í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Áhrif á íbúa og ferðaþjónustuaðila eru metin nokkuð neikvæð. Ég ætla nú ekki að vera neikvæður, en á rúmlega einni blaðsíðu kemur orðið verulega neikvæð fyrir að minnsta kosti átta sinnum og orðið nokkuð neikvæð þrisvar. Hafa ber í huga að þetta er mat Landsvirkjunar, svo við getum gert okkur í hugarlund hvernig hlutlaus aðili myndi meta Búrfellslund, tala nú ekki um náttúrverndar sinni sem vill vernda Hálendi Íslands, en Búrfellslundur er einmitt fyrirhugaður á Hálendi Íslands. Einnig vil ég benda á að í upptalningu ferðamannastaða hérna að ofan eru einmitt flestir af fjölsóttustu ferðamannastöðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Orðum fylgir ábyrgð og því skora ég á forstjóra Landsvirkjunar að útskýra fyrir almenningi hvernig orð hans um að Búrfellslundur muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð geti staðist! Því miður eru fjölmörg atriði eftir til viðbótar sem þarf að leiðrétta úr þættinum og mun ég birta kafla nr. 3 á morgun. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun