Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 08:32 Arnór Ingvi Traustason og félagar í íslenska landsliðinu spiluðu í umspili um sæti á EM, í mars á þessu ári, vegna árangurs í síðustu Þjóðadeild. Getty/David Balogh Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? Eftir sigur San Marínó á Liechtenstein í gær er Ísland eina liðið í Evrópu sem enn hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni, á þremur leiktíðum. Samt hefur keppnin reynst Íslandi dýrmæt. Fyrstu tvö tímabilin var Ísland í A-deild, með allra bestu liðum álfunnar, en nú leikur liðið annað árið í röð í B-deild og gæti sótt sinn fyrsta sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld. Að þessu sinni hefur Þjóðadeildin áhrif á leiðina á HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en þó ekki eins mikil áhrif og á síðustu tvö Evrópumót. Ísland hefur einmitt, vegna Þjóðadeildarinnar, komist í umspil fyrir síðustu tvö EM en þó ekki á lokamótið. Upp í A-deild eða fall í C-deild? En Þjóðadeildin er líka sérkeppni, þó að hún njóti ekki sömu virðingar og HM og EM. Evrópumeistarar Spánar eru einnig ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar eftir sigur gegn Hollandi í úrslitaleik í fyrrasumar. Ísland hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni en gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í síðustu keppni. Liðið fékk færri leiki en ella því það var í riðli með Rússlandi, sem var sparkað úr keppni. Hér fagnar Ísland marki gegn Ísrael í 2-2 jafntefli í Laugardalnum.vísir/Hulda Margrét Leikið er í fjórum deildum (16 lið í A, 16 í B, 16 í C og 6 lið í D-deild) eftir styrkleika liða og geta þau svo unnið sig upp eða fallið á milli ára. Ísland er í riðli fjögur í B-deildinni ásamt Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales. Efsta liðið í riðlinum kemst upp í A-deild. Næstefsta liðið fer í umspil við 3. sætis lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við 2. sætis lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur niður í C-deild. Aðeins liðin í A-deild geta unnið keppnina Það er því ljóst að tvö lið úr riðli Íslands fara í umspil í mars á næsta ári og spurning hvernig það myndi henta varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laugardalsvelli, þar sem leggja á blandað gras. Það eru hins vegar aðeins liðin í A-deild sem geta orðið Þjóðadeildarmeistarar hverju sinni. Tvö efstu lið hvers riðils í A-deild komast í átta liða úrslit í mars, og undanúrslit og úrslit verða svo í júní næsta sumar. Sigur í riðlinum varaleið á HM Varðandi varaleiðina á HM þá felst hún í því að Ísland vinni sinn riðil. Takist það, sem yrði mikið afrek, ætti liðið góða möguleika á að fá sæti í umspilinu um sæti á HM, þyrfti liðið á því að halda. Aðeins sigurlið riðla í Þjóðadeildinni geta fengið sæti í umspilinu. Dregið verður í undankeppni HM eftir að riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur 19. nóvember. Staða Íslands á heimslista ræður því í hvaða styrkleikaflokki liðið verður í drættinum, og því skiptir hvert stig máli í Þjóðadeildinni í haust. Í undankeppni HM á næsta ári verður svo spilað í tólf riðlum og komast sigurliðin beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í tveimur efstu sætum síns undanriðils. Ísland gæti orðið ein þessara fjögurra þjóða ef allt fer á besta veg núna í haust. Hefur líka áhrif á EM 2028 En það gæti líka reynst afar dýrmætt fyrir Ísland að halda sér í B-deild, eða að komast upp í A-deild, fyrir næstu leiktíð í Þjóðadeildinni því þá mun keppnin hafa áhrif á undankeppni Evrópumótsins 2028. Um þetta má þó deila. Georgía komst til að mynda inn á síðasta EM með því að vinna sinn riðil í C-deild, og svo umspilsleiki við Lúxemborg og Grikkland, á meðan að umspilsleikir Íslands, sem var í B-deild, voru við Ísrael og Úkraínu. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Sjá meira
Eftir sigur San Marínó á Liechtenstein í gær er Ísland eina liðið í Evrópu sem enn hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni, á þremur leiktíðum. Samt hefur keppnin reynst Íslandi dýrmæt. Fyrstu tvö tímabilin var Ísland í A-deild, með allra bestu liðum álfunnar, en nú leikur liðið annað árið í röð í B-deild og gæti sótt sinn fyrsta sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld. Að þessu sinni hefur Þjóðadeildin áhrif á leiðina á HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en þó ekki eins mikil áhrif og á síðustu tvö Evrópumót. Ísland hefur einmitt, vegna Þjóðadeildarinnar, komist í umspil fyrir síðustu tvö EM en þó ekki á lokamótið. Upp í A-deild eða fall í C-deild? En Þjóðadeildin er líka sérkeppni, þó að hún njóti ekki sömu virðingar og HM og EM. Evrópumeistarar Spánar eru einnig ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar eftir sigur gegn Hollandi í úrslitaleik í fyrrasumar. Ísland hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni en gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í síðustu keppni. Liðið fékk færri leiki en ella því það var í riðli með Rússlandi, sem var sparkað úr keppni. Hér fagnar Ísland marki gegn Ísrael í 2-2 jafntefli í Laugardalnum.vísir/Hulda Margrét Leikið er í fjórum deildum (16 lið í A, 16 í B, 16 í C og 6 lið í D-deild) eftir styrkleika liða og geta þau svo unnið sig upp eða fallið á milli ára. Ísland er í riðli fjögur í B-deildinni ásamt Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales. Efsta liðið í riðlinum kemst upp í A-deild. Næstefsta liðið fer í umspil við 3. sætis lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við 2. sætis lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur niður í C-deild. Aðeins liðin í A-deild geta unnið keppnina Það er því ljóst að tvö lið úr riðli Íslands fara í umspil í mars á næsta ári og spurning hvernig það myndi henta varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laugardalsvelli, þar sem leggja á blandað gras. Það eru hins vegar aðeins liðin í A-deild sem geta orðið Þjóðadeildarmeistarar hverju sinni. Tvö efstu lið hvers riðils í A-deild komast í átta liða úrslit í mars, og undanúrslit og úrslit verða svo í júní næsta sumar. Sigur í riðlinum varaleið á HM Varðandi varaleiðina á HM þá felst hún í því að Ísland vinni sinn riðil. Takist það, sem yrði mikið afrek, ætti liðið góða möguleika á að fá sæti í umspilinu um sæti á HM, þyrfti liðið á því að halda. Aðeins sigurlið riðla í Þjóðadeildinni geta fengið sæti í umspilinu. Dregið verður í undankeppni HM eftir að riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur 19. nóvember. Staða Íslands á heimslista ræður því í hvaða styrkleikaflokki liðið verður í drættinum, og því skiptir hvert stig máli í Þjóðadeildinni í haust. Í undankeppni HM á næsta ári verður svo spilað í tólf riðlum og komast sigurliðin beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í tveimur efstu sætum síns undanriðils. Ísland gæti orðið ein þessara fjögurra þjóða ef allt fer á besta veg núna í haust. Hefur líka áhrif á EM 2028 En það gæti líka reynst afar dýrmætt fyrir Ísland að halda sér í B-deild, eða að komast upp í A-deild, fyrir næstu leiktíð í Þjóðadeildinni því þá mun keppnin hafa áhrif á undankeppni Evrópumótsins 2028. Um þetta má þó deila. Georgía komst til að mynda inn á síðasta EM með því að vinna sinn riðil í C-deild, og svo umspilsleiki við Lúxemborg og Grikkland, á meðan að umspilsleikir Íslands, sem var í B-deild, voru við Ísrael og Úkraínu.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Sjá meira