Kristall Máni bætti markamet U-21 árs landsliðsins: „Fagna þessu og svo held ég bara áfram“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 09:30 Kristall Máni var allt í öllu þegar íslensku drengirnir pökkuðu Dönum saman. Vísir/Anton Brink Kristall Máni Ingason er nú markahæsti leikmaður íslenska U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu frá upphafi. Hann skaust á toppinn með magnaðri þrennu gegn Danmörku á föstudag. Kristall Máni og Emil Atlason voru á toppi listans yfir markahæstu menn liðsins frá upphafi með átta mörk fyrir leikinn gegn Dönum í Víkinni. Kristall Máni gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum 4-2 sigri og er nú kominn með 11 mörk í aðeins 18 leikjum fyrir U-21 árs landsliðið. Fyrsta mark Kristals Mána gegn Dönum var jöfnunarmark Íslands en hann hirti þá boltann af Oscar Fraulo, miðjumanni Utrecht í Hollandi, og lyfti honum svo snyrtilega framhjá Filip Jörgensen, markverði Chelsea, sem stóð vaktina í marki Danmerkur. Annað markið kom af vítapunktinum þegar Kristall Máni kom Íslandi yfir á 73. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Andra Fannars Baldurssonar sem Jörgensen hélt ekki í marki gestanna. Kristall Máni var spurður út í metið að leik loknum. Í viðtali sínu við Vísi sagði hann: „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“ Kristall Máni getur bætt enn frekar við mörkin 11 í þegar U-21 mætir Wales á þriðjudaginn kemur. Á eftir honum á listanum eru Emil með 8 mörk og svo þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen með 7 mörk hvor. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Kristall Máni og Emil Atlason voru á toppi listans yfir markahæstu menn liðsins frá upphafi með átta mörk fyrir leikinn gegn Dönum í Víkinni. Kristall Máni gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum 4-2 sigri og er nú kominn með 11 mörk í aðeins 18 leikjum fyrir U-21 árs landsliðið. Fyrsta mark Kristals Mána gegn Dönum var jöfnunarmark Íslands en hann hirti þá boltann af Oscar Fraulo, miðjumanni Utrecht í Hollandi, og lyfti honum svo snyrtilega framhjá Filip Jörgensen, markverði Chelsea, sem stóð vaktina í marki Danmerkur. Annað markið kom af vítapunktinum þegar Kristall Máni kom Íslandi yfir á 73. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Andra Fannars Baldurssonar sem Jörgensen hélt ekki í marki gestanna. Kristall Máni var spurður út í metið að leik loknum. Í viðtali sínu við Vísi sagði hann: „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“ Kristall Máni getur bætt enn frekar við mörkin 11 í þegar U-21 mætir Wales á þriðjudaginn kemur. Á eftir honum á listanum eru Emil með 8 mörk og svo þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen með 7 mörk hvor.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira