Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. september 2024 21:29 Åge Hareide var sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan. UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan.
UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira