Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 16:08 Ökumenn þurfa að hafa varann á þegar ekið er á svæðinu. Vegagerðin Klæðing hefur fokið af kafla vegarins um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Vindhviður náðu allt að 37 metrum á sekúndu í gær og segir upplýsinga fulltrúi Vegagerðarinnar fólk verða að aka varlega um svæðið. Gert verður við veginn eftir helgi. Mikið hvassviðri hefur verið á svæðinu síðustu daga. Veginum, sem tengir Austfirði og Norðurland, var lokað um tíma í fyrradag vegna veðurs og þegar starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið í gærmorgun hafði klæðingin fokið af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla. RÚV greindi fyrst frá málinu. Búið er að laga veginn til bráðabirgða.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist aldrei hafa séð svo mikið magn af klæðingu fjúka af vegi. „Það er ekki algengt að þetta gerist en þetta gerist við og við víða á landinu. Að klæðingin flettist svona ofan af. Þetta gerist þegar vindur kemst undir kant einhversstaðar, þá nær það að fletta þessu svona af. Fer undir klæðinguna og rífur hana af,“ segir G. Pétur. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.Vísir/Einar Búið er að hreinsa svæðið og laga veginn til bráðabirgða. Það ætti að vera öruggt að aka veginn. Hins vegar er mikilvægt að ökumenn fari eftir merkingum á svæðinu og aka varlega. „Það má alltaf búast við því að þetta geti gerst. Það er erfitt við það að eiga. Íslenska veðrið er einfaldlega þannig,“ segir G. Pétur. Klæðingin fauk af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla.Vegagerðin Starfsmenn stofnunarinnar fara á svæðið eftir helgi og leggja nýja klæðingu þar hún hefur fokið af. „Núna í þessu tilviki er það nauðsynlegt að fara varlega yfir þessa fimmtán kílómetra. Svo er það það venjulega, að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur. Vegagerð Múlaþing Norðurþing Samgöngur Veður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Mikið hvassviðri hefur verið á svæðinu síðustu daga. Veginum, sem tengir Austfirði og Norðurland, var lokað um tíma í fyrradag vegna veðurs og þegar starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið í gærmorgun hafði klæðingin fokið af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla. RÚV greindi fyrst frá málinu. Búið er að laga veginn til bráðabirgða.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist aldrei hafa séð svo mikið magn af klæðingu fjúka af vegi. „Það er ekki algengt að þetta gerist en þetta gerist við og við víða á landinu. Að klæðingin flettist svona ofan af. Þetta gerist þegar vindur kemst undir kant einhversstaðar, þá nær það að fletta þessu svona af. Fer undir klæðinguna og rífur hana af,“ segir G. Pétur. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.Vísir/Einar Búið er að hreinsa svæðið og laga veginn til bráðabirgða. Það ætti að vera öruggt að aka veginn. Hins vegar er mikilvægt að ökumenn fari eftir merkingum á svæðinu og aka varlega. „Það má alltaf búast við því að þetta geti gerst. Það er erfitt við það að eiga. Íslenska veðrið er einfaldlega þannig,“ segir G. Pétur. Klæðingin fauk af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla.Vegagerðin Starfsmenn stofnunarinnar fara á svæðið eftir helgi og leggja nýja klæðingu þar hún hefur fokið af. „Núna í þessu tilviki er það nauðsynlegt að fara varlega yfir þessa fimmtán kílómetra. Svo er það það venjulega, að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur.
Vegagerð Múlaþing Norðurþing Samgöngur Veður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira