Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson skrifar 8. september 2024 14:33 Með nánast einu pennastriki væri hægt að raungera fyrirsögnina hér að ofan. Með einu pennastriki væri hægt að hrinda í framkvæmd breytingu sem myndi á afar skömmum tíma, örfáum mánuðum, skila einhverjum mestu umbótum fyrir íslensk heimili og fyrirtæki sem um getur. Umbætur sem myndu skila sér strax: Lækkun greiðslubyrðar húsnæðislána um helming. Lækkun leiguverðs. Lækkun fjármagnskostnaðar fyrirtækja um allt að helming. Brotthvarf verðtryggðra lána. Stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir jafnt einstaklinga sem fyrirtæki. Gjörbreytt og sanngjarnt fjármálaumhverfi sem bætir hag 99% þjóðarinnar. Gallar sem kæmu fram strax: Fjármagnseigendur sem hafa megintekjur sínar af vöxtum, geta ekki lengur gengið í sjóði heimila og fyrirtækja fyrir tilstuðlan hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Evrutengd króna og stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu: Einhliða og einfalt Slík bylgja lækkana á flestum sviðum mun að sjálfsögðu valda því að verðbólga mun hjaðna hratt - nánast þurrkast út. En hvernig er hægt að gera þetta? Það er einfalt. Með lagasetningu verður íslenska krónan framvegis tengd evru og þar með gilda stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu framvegis, rétt eins og er í nær öllum ríkjum Evrópu. Lykilatriðið er að stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu gildi hér samhliða Evrutengingu krónu. Hlutverki Seðlabanka Íslands verður samhliða breytt í samræmi við ný lög. Vissulega mun þetta kosta mikla vinnu og undirbúning. Breyting laga um lífeyrissjóði og margt fleira fellur til en í raun er þetta gert með einu pennastriki. Pennastrikið er ákvörðunin um að gera þessar grundvallar breytingar á fjármálakerfinu, öllum til bóta. Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Hvers vegna að tengja við evru? Svarið er, að hér á landi búum við nær alfarið við evrópskt reglu- og lagaumhverfi. Staðreyndin er að við hlýtum öllum sömu leikreglum og nær allir nágrannar okkar í Evrópu. Nema einni. Við borgum margfalt hærri vexti og munurinn er sláandi. Lítum á nokkur dæmi um breytilega óverðtryggða íbúðalánavexti í Evrópu: Danmörk 3 - 4% Svíþjóð 3,8 - 4,5% Noregur 6 - 7% Ísland 11 - 12% Grikkland 3-4% Ítalía 3-4% Hér er rétt að geta þess að 3-4% vextir nágranna okkar sem hér eru sýndir þykja háir, eru að jafnaði mun lægri. Danmörk, 6 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, en dkr. er tengd evrunni sem gefur aukin stöðugleika og hefur meðal annars leitt til þess að danska krónan er í dag farin að nálgast tvöfalt virði nkr. og skr. Svíþjóð, 11 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, ekki tengd evru og svo virðist sem sú ákvörðun sé að valda þessari miklu veikingu sænsku krónunnar. Noregur, 5,6 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES eins og Ísland, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Ísland, 0,4 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Með því að tengja íslensku krónuna evru getur Ísland skotið sér upp að hlið nágrannaþjóða sinna nær og fjær ( Grikkland og Ítalía eru með 3,5% vexti). Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Er ekki tími til kominn að tengja? Nýjar leikreglur – Nýr veruleiki Þegar farið verður í þessa gjörbyltingu fjármálakerfisins munu 99% þjóðarinnar fagna. Eitt prósent mun hins vegar ekki fagna og berjast með kjafti og klóm til síðasta manns, fram á síðasta dag, til að koma í veg fyrir gjörninginn. Við munum heyra tal um fullveldi, fiskikvóta, sérstöðu og hvað eina sem til fellur. Af því tilefni er rétt að taka fram að hér er ekki um inngöngu í ESB að ræða, heldur tengingu íslensku krónunnar við evru samhliða upptöku stýrivaxtaákvarðana Seðlabanka Evrópu hér á landi, með samráði eða einhliða. Umræða um inngöngu í ESB, með eða móti er síðan allt annar hlutur og getur haldið áfram óáreitt en með einni stórri breytingu þó - þjóðinni blæðir ekki út á meðan í okurvaxtaumhverfi. Það má segja að barátta eina prósentsins sé þegar hafin en undirritaður hefur nú þegar fengið heilmiklar skammir fyrir málflutninginn frá ónefndum aðilum innan raða eina prósentsins. Miklar skammir en engin haldbær rök – engin. Aðeins fullyrðingar af ýmsu tagi um að nauðsyn sé að hafa leikreglur sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og koma skelfilega illa niður á 99% hennar.... Er ekki tími til kominn að tengja? Hætta að hlýta leikreglum sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og taka upp leikreglur hannaðar fyrir 99% þjóðarinnar? Ég segi já. Eitt risastórt Já. Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Efnahagsmál Íslenska krónan Húsnæðismál Baldur Borgþórsson Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Með nánast einu pennastriki væri hægt að raungera fyrirsögnina hér að ofan. Með einu pennastriki væri hægt að hrinda í framkvæmd breytingu sem myndi á afar skömmum tíma, örfáum mánuðum, skila einhverjum mestu umbótum fyrir íslensk heimili og fyrirtæki sem um getur. Umbætur sem myndu skila sér strax: Lækkun greiðslubyrðar húsnæðislána um helming. Lækkun leiguverðs. Lækkun fjármagnskostnaðar fyrirtækja um allt að helming. Brotthvarf verðtryggðra lána. Stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir jafnt einstaklinga sem fyrirtæki. Gjörbreytt og sanngjarnt fjármálaumhverfi sem bætir hag 99% þjóðarinnar. Gallar sem kæmu fram strax: Fjármagnseigendur sem hafa megintekjur sínar af vöxtum, geta ekki lengur gengið í sjóði heimila og fyrirtækja fyrir tilstuðlan hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Evrutengd króna og stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu: Einhliða og einfalt Slík bylgja lækkana á flestum sviðum mun að sjálfsögðu valda því að verðbólga mun hjaðna hratt - nánast þurrkast út. En hvernig er hægt að gera þetta? Það er einfalt. Með lagasetningu verður íslenska krónan framvegis tengd evru og þar með gilda stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu framvegis, rétt eins og er í nær öllum ríkjum Evrópu. Lykilatriðið er að stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu gildi hér samhliða Evrutengingu krónu. Hlutverki Seðlabanka Íslands verður samhliða breytt í samræmi við ný lög. Vissulega mun þetta kosta mikla vinnu og undirbúning. Breyting laga um lífeyrissjóði og margt fleira fellur til en í raun er þetta gert með einu pennastriki. Pennastrikið er ákvörðunin um að gera þessar grundvallar breytingar á fjármálakerfinu, öllum til bóta. Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Hvers vegna að tengja við evru? Svarið er, að hér á landi búum við nær alfarið við evrópskt reglu- og lagaumhverfi. Staðreyndin er að við hlýtum öllum sömu leikreglum og nær allir nágrannar okkar í Evrópu. Nema einni. Við borgum margfalt hærri vexti og munurinn er sláandi. Lítum á nokkur dæmi um breytilega óverðtryggða íbúðalánavexti í Evrópu: Danmörk 3 - 4% Svíþjóð 3,8 - 4,5% Noregur 6 - 7% Ísland 11 - 12% Grikkland 3-4% Ítalía 3-4% Hér er rétt að geta þess að 3-4% vextir nágranna okkar sem hér eru sýndir þykja háir, eru að jafnaði mun lægri. Danmörk, 6 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, en dkr. er tengd evrunni sem gefur aukin stöðugleika og hefur meðal annars leitt til þess að danska krónan er í dag farin að nálgast tvöfalt virði nkr. og skr. Svíþjóð, 11 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, ekki tengd evru og svo virðist sem sú ákvörðun sé að valda þessari miklu veikingu sænsku krónunnar. Noregur, 5,6 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES eins og Ísland, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Ísland, 0,4 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Með því að tengja íslensku krónuna evru getur Ísland skotið sér upp að hlið nágrannaþjóða sinna nær og fjær ( Grikkland og Ítalía eru með 3,5% vexti). Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Er ekki tími til kominn að tengja? Nýjar leikreglur – Nýr veruleiki Þegar farið verður í þessa gjörbyltingu fjármálakerfisins munu 99% þjóðarinnar fagna. Eitt prósent mun hins vegar ekki fagna og berjast með kjafti og klóm til síðasta manns, fram á síðasta dag, til að koma í veg fyrir gjörninginn. Við munum heyra tal um fullveldi, fiskikvóta, sérstöðu og hvað eina sem til fellur. Af því tilefni er rétt að taka fram að hér er ekki um inngöngu í ESB að ræða, heldur tengingu íslensku krónunnar við evru samhliða upptöku stýrivaxtaákvarðana Seðlabanka Evrópu hér á landi, með samráði eða einhliða. Umræða um inngöngu í ESB, með eða móti er síðan allt annar hlutur og getur haldið áfram óáreitt en með einni stórri breytingu þó - þjóðinni blæðir ekki út á meðan í okurvaxtaumhverfi. Það má segja að barátta eina prósentsins sé þegar hafin en undirritaður hefur nú þegar fengið heilmiklar skammir fyrir málflutninginn frá ónefndum aðilum innan raða eina prósentsins. Miklar skammir en engin haldbær rök – engin. Aðeins fullyrðingar af ýmsu tagi um að nauðsyn sé að hafa leikreglur sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og koma skelfilega illa niður á 99% hennar.... Er ekki tími til kominn að tengja? Hætta að hlýta leikreglum sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og taka upp leikreglur hannaðar fyrir 99% þjóðarinnar? Ég segi já. Eitt risastórt Já. Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun