Hafa fengið skotflaugar frá Íran Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2024 12:27 Shahed-dróni frá Íran skotinn niður yfir Úkraínu. Útlit er fyrir að Rússar hafi nú einnig fengið skotflaugar frá Íran. AP/Evgeniy Maloletka Klerkastjórn Íran hefur sent skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem nota á til árása í Úkraínu. Fregnir af þessum sendingum hafa verið á kreiki undanfarna daga en ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum segja að vopnasendingarnar hafi verið í undirbúningi um langt skeið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að líklega muni Rússar byrja að nota þessar eldflaugar innan nokkurra vikna. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Kaup Rússa á vopnum frá Norður-Kóreu eru brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rússar hafa neitunarvald. Sjá einnig: Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Ráðamenn í Úkraínu hafa um nokkuð skeið kallað eftir því að bakhjarlar þeirra á Vesturlöndum felli niður takmarkanir sem settar hafa verið á úkraínska hermenn. Þeim hefur að mestu verið meinað að nota vestræn vopn og eldflaugar á skotmörk innan landamæra Rússlands. Úkraínumenn segja nú enn brýnna að þessar takmarkanir verði felldar niður, svo Úkraínumenn geti gert árásir á vopnabúr Rússa og skotfærageymslur þar sem eldflaugar eru geymdar, svo Rússar geti ekki skotið þeim á borgir og bæi Úkraínu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Íranar neita Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, var í gær spurður út í mögulegar eldflaugasendingar frá Íran til Rússlands. Hann sagði Íran mikilvægt bandalagsríki Rússlands og að samband ríkjanna og viðskipti þeirra á milli væru í sífelldri þróun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í gær fyrir að þessar sendingar hefðu átt sér stað. Þessar fregnir væru pólitískar í eðli sínu og þeim væri ætlað að koma höggi á Íran. Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að líklega muni Rússar byrja að nota þessar eldflaugar innan nokkurra vikna. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Kaup Rússa á vopnum frá Norður-Kóreu eru brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rússar hafa neitunarvald. Sjá einnig: Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Ráðamenn í Úkraínu hafa um nokkuð skeið kallað eftir því að bakhjarlar þeirra á Vesturlöndum felli niður takmarkanir sem settar hafa verið á úkraínska hermenn. Þeim hefur að mestu verið meinað að nota vestræn vopn og eldflaugar á skotmörk innan landamæra Rússlands. Úkraínumenn segja nú enn brýnna að þessar takmarkanir verði felldar niður, svo Úkraínumenn geti gert árásir á vopnabúr Rússa og skotfærageymslur þar sem eldflaugar eru geymdar, svo Rússar geti ekki skotið þeim á borgir og bæi Úkraínu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Íranar neita Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, var í gær spurður út í mögulegar eldflaugasendingar frá Íran til Rússlands. Hann sagði Íran mikilvægt bandalagsríki Rússlands og að samband ríkjanna og viðskipti þeirra á milli væru í sífelldri þróun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í gær fyrir að þessar sendingar hefðu átt sér stað. Þessar fregnir væru pólitískar í eðli sínu og þeim væri ætlað að koma höggi á Íran.
Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira