Í orði en ekki á borði Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 11. september 2024 12:33 Borgarfulltrúar mynda stjórn borgarinnar og búa yfir miklu valdi sem vandmeðfarið er. Sjálf tel ég það ákveðið ábyrgðarleysi af hálfu Velferðarráðs að skipa rétt rúmlega tvítuga konu sem jafnframt er yngsti borgarfulltrúi sögunnar yfir nefnd sem tekur á jafn viðkvæmum og flóknum málum sem Áfrýjunarnefnd Velferðarráðs gerir í viku hverri. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er vegna þess að ég er einstæð langveik kona sem á von á mínu fyrsta barni. Í gegnum félagsráðgjafa minn í þjónustumiðstöðinni var sótt um næturstuðning við ófæddu dóttur mína til eins mánaðar og kom það okkur satt að segja mikið á óvart að fá synjun á nauðsynlegum stuðningi hjá þessari nefnd. Í ljósi þess hversu stutt er í fæðinguna neyddist ég til að halda áfram baráttu í leit að stuðningi fyrir sjálfa mig og ófædda barnið mitt jafnvel þótt að ég væri komin með hjartsláttarvanda vegna langvarandi streitu, of háan púls, alltof háan blóðþrýsting, kvíða og langtíma svefnvanda. Samt vissi ég að það besta fyrir mig og heilsu okkar mæðgna væri að ná góðri hvíld í aðdraganda fæðingarinnar. Það var ekki fyrr en læknir minn fyrirskipaði mér að taka því rólega vegna hættu á meðgöngueitrun að ég ákvað að setja heilsuna í forgang og sleppti að mestu tökum á áhyggjum mínum og reyndi að hugsa ekki um allar hindranarnir sem ég hafði þurft að mæta á sjálfri meðgöngunni, sem margar hverjar voru enn óleystar. Mér skilst að þegar mál mitt var tekið fyrir á fundinum hjá áfrýjunarnefndinni hafi einungis Magnea Gná, formaður nefndarinnar setið fundinn, ásamt deildarstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Því veit ég að ef þessi tiltekni borgarfulltrúi hefði kynnt sér málið betur og tekið upplýstari ákvörðun útfrá innsæi sínu, hefði ég ekki þurft í kjölfarið að fara í gegnum dagana á eftir á hnefanum og taka upp baráttuanda aðgerðarsinnans til að geta búið mér og barni mínu gott líf fyrst um sinn. Ég undirstrika það ég er ekki einungis að gagnrýna ungan aldur viðkomandi borgarfulltrúa heldur einnig reynsluleysi hennar þegar kemur að þessum málaflokki. Þessi borgarfulltrúi Framsóknar lét birta pistil eftir sig um liðna helgi þar sem hún skrifaði um mikilvægi stuðnings við barnafjölskyldur í Reykjavík. Eftir að ég las skrifin fylltist ég reiði, eitthvað sem gerist í raun sárasjaldan. Mér fannst ótækt að manneskja í forréttindastöðu líkt og hún hefði það í sér að birta skrif um málefni ungra barna þegar hún er greinilega er orðin of samdauna kerfinu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um málefni borgarbúa í Reykjavík sem jafnframt búa við jaðarsetningu vegna stöðu sinnar líkt og á við í mínu tilfelli. Þessa dagana er ég í innlögn á Landspítala og einungis tímaspurnsmál hvenær kemur að fæðingunni. Í kringum mig er hópur af fagfólki að reyna að redda hinu og þessu svo að allt gangi upp að lokum. Á meðan reyni ég að sýna æðruleysi, sem er ekki auðvelt þegar maður upplifir sig vanmáttuga gagnvart kerfum sem eiga að grípa mann en gera gjarnan hið þveröfuga. Það sem hefur hjálpað mér að undanförnu er hversu góða ég á að, bæði fjölskyldu og vini sem sýnt hafa mér mikinn stuðning. Vonandi get ég fengið að njóta þess að verða móðir þegar dóttir mín kemur í heiminn og sloppið við það að mestu að vera algjör kvíðahrúga eins og mér hefur liðið undanfarna mánuði. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar mynda stjórn borgarinnar og búa yfir miklu valdi sem vandmeðfarið er. Sjálf tel ég það ákveðið ábyrgðarleysi af hálfu Velferðarráðs að skipa rétt rúmlega tvítuga konu sem jafnframt er yngsti borgarfulltrúi sögunnar yfir nefnd sem tekur á jafn viðkvæmum og flóknum málum sem Áfrýjunarnefnd Velferðarráðs gerir í viku hverri. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er vegna þess að ég er einstæð langveik kona sem á von á mínu fyrsta barni. Í gegnum félagsráðgjafa minn í þjónustumiðstöðinni var sótt um næturstuðning við ófæddu dóttur mína til eins mánaðar og kom það okkur satt að segja mikið á óvart að fá synjun á nauðsynlegum stuðningi hjá þessari nefnd. Í ljósi þess hversu stutt er í fæðinguna neyddist ég til að halda áfram baráttu í leit að stuðningi fyrir sjálfa mig og ófædda barnið mitt jafnvel þótt að ég væri komin með hjartsláttarvanda vegna langvarandi streitu, of háan púls, alltof háan blóðþrýsting, kvíða og langtíma svefnvanda. Samt vissi ég að það besta fyrir mig og heilsu okkar mæðgna væri að ná góðri hvíld í aðdraganda fæðingarinnar. Það var ekki fyrr en læknir minn fyrirskipaði mér að taka því rólega vegna hættu á meðgöngueitrun að ég ákvað að setja heilsuna í forgang og sleppti að mestu tökum á áhyggjum mínum og reyndi að hugsa ekki um allar hindranarnir sem ég hafði þurft að mæta á sjálfri meðgöngunni, sem margar hverjar voru enn óleystar. Mér skilst að þegar mál mitt var tekið fyrir á fundinum hjá áfrýjunarnefndinni hafi einungis Magnea Gná, formaður nefndarinnar setið fundinn, ásamt deildarstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Því veit ég að ef þessi tiltekni borgarfulltrúi hefði kynnt sér málið betur og tekið upplýstari ákvörðun útfrá innsæi sínu, hefði ég ekki þurft í kjölfarið að fara í gegnum dagana á eftir á hnefanum og taka upp baráttuanda aðgerðarsinnans til að geta búið mér og barni mínu gott líf fyrst um sinn. Ég undirstrika það ég er ekki einungis að gagnrýna ungan aldur viðkomandi borgarfulltrúa heldur einnig reynsluleysi hennar þegar kemur að þessum málaflokki. Þessi borgarfulltrúi Framsóknar lét birta pistil eftir sig um liðna helgi þar sem hún skrifaði um mikilvægi stuðnings við barnafjölskyldur í Reykjavík. Eftir að ég las skrifin fylltist ég reiði, eitthvað sem gerist í raun sárasjaldan. Mér fannst ótækt að manneskja í forréttindastöðu líkt og hún hefði það í sér að birta skrif um málefni ungra barna þegar hún er greinilega er orðin of samdauna kerfinu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um málefni borgarbúa í Reykjavík sem jafnframt búa við jaðarsetningu vegna stöðu sinnar líkt og á við í mínu tilfelli. Þessa dagana er ég í innlögn á Landspítala og einungis tímaspurnsmál hvenær kemur að fæðingunni. Í kringum mig er hópur af fagfólki að reyna að redda hinu og þessu svo að allt gangi upp að lokum. Á meðan reyni ég að sýna æðruleysi, sem er ekki auðvelt þegar maður upplifir sig vanmáttuga gagnvart kerfum sem eiga að grípa mann en gera gjarnan hið þveröfuga. Það sem hefur hjálpað mér að undanförnu er hversu góða ég á að, bæði fjölskyldu og vini sem sýnt hafa mér mikinn stuðning. Vonandi get ég fengið að njóta þess að verða móðir þegar dóttir mín kemur í heiminn og sloppið við það að mestu að vera algjör kvíðahrúga eins og mér hefur liðið undanfarna mánuði. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar