Það hefur verði greint frá því að Herjólfur og Ísfélagið í Vestmannaeyjum ætli að bjóða Eyjafólki frítt í bæði Herjólf sem og rútu á leikstað. Leikurinn fer fram klukkan 14.00 á laugardaginn kemur, þann 14. september.
Stefnt er að því að leggja af stað frá Eyjum kl. 09.30 um morguninn og farið til baka klukkan 18.15. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Tíguls, bæjarblaði Vestmannaeyja.
Sem stendur er ÍBV á toppi Lengjudeildar með stigi meira en Fjölnir sem er sæti neðar. Það er því ljóst að sigur tryggir sætið í Bestu deildinni en tapi Fjölnir sínum leik er ÍBV komið upp sama hvað.
Um er að ræða síðustu umferð í deildarkeppni Lengjudeildarinnar þar sem efsta liðið fer upp og neðstu tvö liðin falla niður í 2. deild. Liðin í 2. til 5. sæti fara hins vegar í umspil um sæti í Bestu deild karla að ári.