„Hagkvæm nýting skólahúsnæðis“ Dröfn Farestveit skrifar 13. september 2024 13:31 Áskoranir og vaxandi þörf Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir verulegum áskorunum vegna ört vaxandi fólksfjölgunar og þéttingu byggðar. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í mörgum sveitarfélögunum þá hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir með uppbyggingu leik- og grunnskóla, sem veldur miklu álagi á núverandi innviði. Fjárhagsleg geta sveitarfélaga til að stækka leik- og grunnskóla hefur verið takmörkuð þar sem ekki hefur verið lögð áhersla á fjárfestingar í málaflokknum. Óhagstætt vaxtaumhverfi gerir það enn erfiðara fyrir sveitarfélögin, sem þurfa því að leita allra leiða til að nýta núverandi innviði sem best og tryggja á sama tíma að hagsmunir barna og starfsfólks séu ávallt í forgrunni. Eru tækifæri í því að greina nýtingu rýma í grunn- og leikskólum landsins? Mikilvægt er leggja mat á húsnæði og skipulag sem er þegar til staðar í leik- og grunnskólum hjá sveitarfélögum og hvernig það er nýtt. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir árið 2023 er heildar fermetrafjöldi í grunnskólum landsins um 1.065.798 sem gerir að meðaltali 20 fermetra á nemanda. Leikskólarnir eru með samtals 227.735 fermetra sem er um 10 fermetrar á nemanda. Þrátt fyrir að húsnæðið sé til staðar, er nýting þess mismunandi eftir sveitarfélögum; sumir skólar hafa færri nemendur en skólinn var hannaður fyrir, á meðan aðrir eru yfirfullir. Til að bæta heildarnýtingu húsnæðisins er nauðsynlegt að framkvæma stöðugreiningu og framtíðarspá á nýtingu leik- og grunnskólarýma. Slík greining ætti að vera með hag barna og starfsfólks að leiðarljósi og með það markmið að bæta skipulag og dreifingu nemenda. Þetta felur í sér að meta hvort rýmin séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt og að finna lausnir fyrir þá skóla sem eru annaðhvort of stórir eða of litlir miðað við nemendafjölda. Mögulega eru tækifæri fyrir einhver sveitarfélög að fækka fermetrum með sölu eða leigu rýma. Samhliða þarf að leggja mat á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem þarf að uppfylla kröfur um fjárhagslega sjálfbærni samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Þetta getur verið krefjandi, þar sem fræðslu og uppeldismál eru fjárhagslega þyngsti málaflokkurinn, en til þeirra fara um 53% af skatttekjum sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir því að ekki er til fjármagn fyrir umfangsmiklar fjárfestingar eins og stækkun á á leik- og grunnskólum og einnig er vaxtaumhverfi óhagstætt og lántaka því oft ekki ákjósanlegur kostur. Fjárhagsáætlun A-hluta sveitarfélaganna fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 52 milljarða fjárfestingu í málaflokknum en ekki er ljóst hve mikið af því fer í skólahúsnæði. Samkvæmt upplýsingum úr nýlegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaga kostar nýbygging grunnskóla um 5 milljarða króna og leikskóli rúmlega 1 milljarð króna eftir því hve stórir þeir eru. Ráðist sveitarfélagið í frekari fjárfestingu við byggingu leik- og grunnskóla þarf að skoða hvort sú fjárfesting kalli á frekari lántöku hjá sveitarfélaginu og greina áhrifin hennar á helstu lykiltölur til þess að tryggja að farið sé eftir lágmarksviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Ef sveitarfélög ætla í uppbyggingu sem krefst mikils fjármagns yfir langan tíma, hvernig er hægt að bregðast við til skamms tíma? Umbótatækifæri og sveigjanleiki í nýtingu rýma Mikilvægt er að leysa úr þessum bráðavanda sem mörg sveitarfélög standa frami fyrir en samhliða því huga að varanlegri lausnum með því að greina stærð árganga og þróun nemendafjölda bæði með tilliti til heimastofa sem og sérgreinastofa í grunnskólum. Til hliðsjónar eru viðmið reglugerða um gerð og búnað skólahúsnæðis nr. 657/2009 notuð þegar lagt er mat á það hvort að rými séu fullnýtt eða undir viðmiðum. Með þessu er hægt að spá fyrir um hvenær sveitarfélagið þarf að fara í frekari fjárfestingu á húsnæðinu miðað við þróun nemendafjölda og notkun rýma, og gera ráð fyrir þeim fjárfestingum í fjárhagsáætlun komandi ára og hver áhrif þeirra er á lykiltölur sveitarfélagsins. Þátttaka starfsfólks og stjórnenda er lykilþáttur í vinnu og greiningunni til þess að innleiða breytingarnar á skilvirkan hátt. Grunnþættir breytingastjórnunar eru hér hafðir að leiðarljósi í virkjun hagaðila, samskiptum, þjálfun og góðum undirbúningi. Með því að fylgja vegvísi breytingarstjórnunar og vinna náið með skólastjórnendum og starfsfólki er hægt að innleiða breytingar á árangursríkan og farsælan hátt og finna í sameiningu skammtímalausnir við vandamálinu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins Til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir varðandi leik- og grunnskóla er lykilatriði að markviss nýting á núverandi húsnæði og skýr áætlanagerð um framtíðar fjárfestingar sé í takt við íbúaspá. Með því að framkvæma stöðugreiningu, meta fjárhagsstöðu og þróa sveigjanlegar lausnir, er hægt að stuðla að því að húsnæði sveitarfélaganna þjóni sem best þörfum íbúa, bæði til skamms og langs tíma. Sveitarfélögin þurfa því að skoða og greina hvaða húsnæði er til staðar og spá fyrir um framtíðarþarfir til að tryggja fullnægjandi innviði. Með þessu er hægt að tryggja að hagsmunir barna og starfsfólks séu hafðir að leiðarljósi og að sveitarfélögin geti mætt vaxandi þörfum samfélagsins á hagkvæman hátt. Höfundur er sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Áskoranir og vaxandi þörf Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir verulegum áskorunum vegna ört vaxandi fólksfjölgunar og þéttingu byggðar. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í mörgum sveitarfélögunum þá hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir með uppbyggingu leik- og grunnskóla, sem veldur miklu álagi á núverandi innviði. Fjárhagsleg geta sveitarfélaga til að stækka leik- og grunnskóla hefur verið takmörkuð þar sem ekki hefur verið lögð áhersla á fjárfestingar í málaflokknum. Óhagstætt vaxtaumhverfi gerir það enn erfiðara fyrir sveitarfélögin, sem þurfa því að leita allra leiða til að nýta núverandi innviði sem best og tryggja á sama tíma að hagsmunir barna og starfsfólks séu ávallt í forgrunni. Eru tækifæri í því að greina nýtingu rýma í grunn- og leikskólum landsins? Mikilvægt er leggja mat á húsnæði og skipulag sem er þegar til staðar í leik- og grunnskólum hjá sveitarfélögum og hvernig það er nýtt. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir árið 2023 er heildar fermetrafjöldi í grunnskólum landsins um 1.065.798 sem gerir að meðaltali 20 fermetra á nemanda. Leikskólarnir eru með samtals 227.735 fermetra sem er um 10 fermetrar á nemanda. Þrátt fyrir að húsnæðið sé til staðar, er nýting þess mismunandi eftir sveitarfélögum; sumir skólar hafa færri nemendur en skólinn var hannaður fyrir, á meðan aðrir eru yfirfullir. Til að bæta heildarnýtingu húsnæðisins er nauðsynlegt að framkvæma stöðugreiningu og framtíðarspá á nýtingu leik- og grunnskólarýma. Slík greining ætti að vera með hag barna og starfsfólks að leiðarljósi og með það markmið að bæta skipulag og dreifingu nemenda. Þetta felur í sér að meta hvort rýmin séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt og að finna lausnir fyrir þá skóla sem eru annaðhvort of stórir eða of litlir miðað við nemendafjölda. Mögulega eru tækifæri fyrir einhver sveitarfélög að fækka fermetrum með sölu eða leigu rýma. Samhliða þarf að leggja mat á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem þarf að uppfylla kröfur um fjárhagslega sjálfbærni samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Þetta getur verið krefjandi, þar sem fræðslu og uppeldismál eru fjárhagslega þyngsti málaflokkurinn, en til þeirra fara um 53% af skatttekjum sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir því að ekki er til fjármagn fyrir umfangsmiklar fjárfestingar eins og stækkun á á leik- og grunnskólum og einnig er vaxtaumhverfi óhagstætt og lántaka því oft ekki ákjósanlegur kostur. Fjárhagsáætlun A-hluta sveitarfélaganna fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 52 milljarða fjárfestingu í málaflokknum en ekki er ljóst hve mikið af því fer í skólahúsnæði. Samkvæmt upplýsingum úr nýlegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaga kostar nýbygging grunnskóla um 5 milljarða króna og leikskóli rúmlega 1 milljarð króna eftir því hve stórir þeir eru. Ráðist sveitarfélagið í frekari fjárfestingu við byggingu leik- og grunnskóla þarf að skoða hvort sú fjárfesting kalli á frekari lántöku hjá sveitarfélaginu og greina áhrifin hennar á helstu lykiltölur til þess að tryggja að farið sé eftir lágmarksviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Ef sveitarfélög ætla í uppbyggingu sem krefst mikils fjármagns yfir langan tíma, hvernig er hægt að bregðast við til skamms tíma? Umbótatækifæri og sveigjanleiki í nýtingu rýma Mikilvægt er að leysa úr þessum bráðavanda sem mörg sveitarfélög standa frami fyrir en samhliða því huga að varanlegri lausnum með því að greina stærð árganga og þróun nemendafjölda bæði með tilliti til heimastofa sem og sérgreinastofa í grunnskólum. Til hliðsjónar eru viðmið reglugerða um gerð og búnað skólahúsnæðis nr. 657/2009 notuð þegar lagt er mat á það hvort að rými séu fullnýtt eða undir viðmiðum. Með þessu er hægt að spá fyrir um hvenær sveitarfélagið þarf að fara í frekari fjárfestingu á húsnæðinu miðað við þróun nemendafjölda og notkun rýma, og gera ráð fyrir þeim fjárfestingum í fjárhagsáætlun komandi ára og hver áhrif þeirra er á lykiltölur sveitarfélagsins. Þátttaka starfsfólks og stjórnenda er lykilþáttur í vinnu og greiningunni til þess að innleiða breytingarnar á skilvirkan hátt. Grunnþættir breytingastjórnunar eru hér hafðir að leiðarljósi í virkjun hagaðila, samskiptum, þjálfun og góðum undirbúningi. Með því að fylgja vegvísi breytingarstjórnunar og vinna náið með skólastjórnendum og starfsfólki er hægt að innleiða breytingar á árangursríkan og farsælan hátt og finna í sameiningu skammtímalausnir við vandamálinu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins Til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir varðandi leik- og grunnskóla er lykilatriði að markviss nýting á núverandi húsnæði og skýr áætlanagerð um framtíðar fjárfestingar sé í takt við íbúaspá. Með því að framkvæma stöðugreiningu, meta fjárhagsstöðu og þróa sveigjanlegar lausnir, er hægt að stuðla að því að húsnæði sveitarfélaganna þjóni sem best þörfum íbúa, bæði til skamms og langs tíma. Sveitarfélögin þurfa því að skoða og greina hvaða húsnæði er til staðar og spá fyrir um framtíðarþarfir til að tryggja fullnægjandi innviði. Með þessu er hægt að tryggja að hagsmunir barna og starfsfólks séu hafðir að leiðarljósi og að sveitarfélögin geti mætt vaxandi þörfum samfélagsins á hagkvæman hátt. Höfundur er sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun