Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 19:22 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna að loknum fundi í morgun. Stöð 2/HMP Utanríkisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu í dag í Reykjavík um tvíhliða samskipti þjóðanna, stöðu átakanna í Úkraínu og á Gaza. Bandaríski ráðherrann segir stöðuna á Indo-Kyrrhafssvæðinu snerta Evrópubúa þar sem Kína og Norður Kórea styðji stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira